Youtube vídeó
Ég fann lítið forrit fyrr í dag til að sækja flv/mp4 fæla af youtube til að geta unnið þá yfir í td. mp3 hljóðskrár. Langaði að deila því með ykkur.
Þess má geta að þetta er skrifað fyrir Ubuntu, en ætti að virka á flestum öðrum Linux kerfum svo framarlega sem þú finnir bæði forritin í pakkakerfi þess Linux kerfis sem þú notar.
Fyrst þarf að setja inn nauðsynlegan hugbúnað:
sudo apt-get install youtube-dl ffmpeg
Þegar þetta er komið ferðu í þínum uppáhalds vafra og skoðar þig um á YouTube til að finna eitthvað sem þig langar í, í þessari færslu tökum við bara Ok Go lagið Here it goes again.
Þú sækir lagið með þessari einföldu skipun:
youtube-dl http://www.youtube.com/watch?v=dTAAsCNK7RA
Svo þegar það er komið ættirðu að vera með annað hvort mp4 eða flv skrá sem inniheldur vídeó og hljóð. Það er breytilegt eftir hvað þú ert að sækja hverju sinni hvort þú endar með.
Næsta skref er að umbreyta skjalinu í mp3 með þessari einföldu skipun:
ffmpeg -i inn.flv út.mp3
Flaggið -i merkir input og á nafnið á eftir því að vera skjalið sem þú endaðir með, en á eftir því á að vera nafnið sem þú kýst að nota fyrir titil skjalsins þegar öllu er lokið, td. Ok.Go-Here.It.Comes.Again.mp3
Eftir smá stund ættirðu að eiga mp3 úr því lagi sem þú sóttir. Eitt sem ég vil þó benda á er að mikið af tónlistarmyndböndum sem er upp að 360p er bara með 64kbit/s hljóðrás og því endar þú með sömu gæði á mp3 laginu. Venjulega er maður með 128kbit/s eða hærra þegar maður tekur afrit af geisladiskum sem maður á sjálfur.
Mér finnst þetta þægilegt upp á það að nú get ég sótt mér fyrirlestra og fleirra af YouTube til að hlusta á í símanum og/eða mp3 spilaranum mínum.