Já! Það kom að því!
Mig er búið að langa að vera með betra vefkerfi en ég hef verið með, ég hef verið að nota Astro - sem er gott kerfi, don't get me wrong - sem er static site generator. En mig er búið að vanta að vera með eitthvað gagnagrunnstengt sem hermir eftir því hvernig WordPress hefur verið í gegnum tíðina.. Mig er búið að langa að vera mikið duglegri en ég hef verið í blogginu, það er svo margt sem ég sakna við þegar bloggin voru vinsælli en þau eru í dag.
Þannig að, þegar ég rakst á þetta þegar ég var að fara yfir gamla tíma þá mundi ég hvað það var gaman í denn með custom made kerfi og ég ákvað að reyna að endurheimta þá tilfinningu að nýju.
Þessi síða sem þú ert núna að lesa þessa færslu á er hönnuð og forrituð með það í huga að herma eftir því hvernig gamla síðan mín var 2008.
En, ég ætla að fara í að ferja eldra efni af síðasta kerfi inn í þetta, hef þetta ekki lengra í bili.
Gleðileg Jól!
Svör (1)
Skrifa svar
Athugið: Svör verða að vera samþykkt áður en þau birtast.