Header image
26
des 25

Smá mont

Skrifað kl 13:11 Svara færslu
Smá mont

Jæja, ég má til með að monta mig aðeins af kerfinu og sýna þér, lesandi góður, smá inn í hvað ég er búinn að vera að búa til.

Bakendinn

Megin partur af kerfinu er vissulega bakendinn, þar sem notandinn (ég) framkvæmir mesta vinnu sína og eyðir tímanum sínum. Ég vildi hafa bakendann frekar dökkann og default viðmótið í Laravel er þessi blái litur þannig að ég var ekkert að eiga við það. Ég fíla hann og þetta default þema sem Laravel hefur á bakendanum. Ég er viljandi með bankendann á ensku hjá mér frekar en íslensku, þar sem ég plana í framtíðinni að þessi kóði verði gerður open source og settur á public Git þjón.

Yfirlit - Dashboard

Bakendi, yfirlit

Hér má sjá yfirlitið sem ég hef þegar ég er búinn að innskrá mig, þar hef ég ágætis yfirsýn yfir hvað er í gangi, hvort það bíði mín einhver comment (svör) við færslum eftir að ég ritskoði/samþykki þau. Auk þessa að ég hef greiðann aðgang að flestum pörtum kerfisins í gegnum flýtihnappa (þessir lituðu í annari röð).

Yfirlit færslna

ScribeCMS bakendi færslu yfirlit

Næst er það yfirlitið yfir þær færslur sem ég hef skrifað, þetta er frekar einfalt útlit og yfirlit, en það dugar vel. Why change something when it's not broken? ;)

Ég er með nokkur tákn þarna í súlunni til hægri til að skoða, breyta eða eyða færslu, en svo er líka hægt að smella á titil færslu til að breyta henni.

Færslu editor

ScribeCMS bakendi færslu editor

Hér er svo skjámynd af því hvernig unnið er í færslum. Aftur, ég reyndi að hafa þetta einfalt og þægilegt. Engin WYSIWYG (What You See Is What You Get) editor, bara plain text area og til að breyta stíl, útliti ofl er allt gert með Markdown tungumálinu.

Þetta er frekar hrátt miðað við mörg önnur kerfi, ég skil það, en hrátt virkar vel fyrir mig. Færri truflanir, færri JavaScript scriptur í gangi í bakgrunninum. Ég mun ná að fókusa meira á að actually skrifa inn færslurnar sem eru í kollinum á mér!

Media safnið

ScribeCMS bakendi media safn

Ég ákvað að hafa media manager í kerfinu, mjög basic gaur sem getur leyft mér að upload'a stökum skrám, myndum og vídeóum.

ScribeCMS bakendi media safn eitt item

Hér er hægt að sjá hvernig viðmótið er þegar þú skoðar stakan hlut úr safninu, þar er alt text, lýsing auk ýmissa upplýsinga. Þægilegt er að afrita URL og/eða Markdown kóðann til að setja beint inn í færslu/síðu beint þarna.

Borðarnir mínir

Eitt sem ég vildi halda í frá gamla look'inu sem ég linkaði í hérna í síðustu færslu, var það að vera með borða(en. banner) sem breytast eftir dagsetningum.

ScribeCMS bakendi banners

Þetta er eitthvað sem gerir kerfið svo persónulegt að mínu mati og ég man eftir hvað ég var hreykinn af þessu á sínum tíma!

Lokaorð

Þetta er kerfið í grófum dráttum þessa stundina, ég á eftir að vinna slatta í því, það á eftir að stækka og dafna. Ég mun eflaust lenda í hremmingum einhversstaðar á leiðinni og síðan bilar mjög líklega einhvern tímann, en það er það sem er svo skemmtilegt við þetta ferli! Maður er að læra og hafa gaman af því!

Svör

Engin svör ennþá. Vertu fyrstur til að svara!

Skrifa svar

Athugið: Svör verða að vera samþykkt áður en þau birtast.