Árið á enda
Gleðileg jól, farsælt komandi ár og allt það!
Nú eru vetrarsólstöður liðnar og það þýðir að við Sunna eigum brúðkaupsafmæli! Komin 3 ár af hamingjusömu hjónabandi!
Ég er hreinlega agndofa yfir því að hún hafi valið mig og leyft mér að verða betri maður fyrir vikið.
Jólin okkar voru voðalega notarleg og róleg, við elduðum saman spænskt lambalæri að spænskum sið eftir uppskrift sem ég fann á netinu sem bragðaðist bara ansi vel. Ekki eins mikið kryddað og maður þekkir á Íslandi og svolítið öðruvísi bragð af kjötinu sjálfu (enda ekki íslenskt) en alls ekki slæmt.
Ég tók nokkrar myndir á símann sem mig langar að deila með ykkur.
Lærið var bragðbætt með legi sem við gerðum sjálf og létum liggja í yfir nóttu, kartöflur voru skornar í teninga og rauðlaukur í sneiðar, þetta var haft undir lærinu meðan það bakaðist í ofninum. Með þessu gerðum við sveppasósu (úr pakka jú) og við vorum með staðlað meðlæti með eins og súrar gúrkur og gular baunir.
Allt þetta bragðaðist eins og áður sagði hreint frábærlega þó að ég hafi eiginlega þurft að elda kartöflurnar aðeins betur áður en þær fóru í ofninn, en það verður lagað næst þegar við gerum þennan rétt.
Eins og sést líka á síðustu myndinni þá fjárfesti ég í flösku af Fireball af Amazon fyrir jól, ég er búinn að vera forvitinn um þennan drykk í langan tíma eða frá því ég sá þetta fyrst notað í drykkjuleikjum á mörgum af þeim YouTube rásum sem ég fylgi. Kom svo bara í ljós að þetta er fínn jóladrykkur til að sötra á eða skjóta ef þess þarf!
Jólatónlist
Við erum búin að vera dugleg með að vera með jólatónlist gangandi núna í Desember og látum það spilast um alla íbúð til að viðhalda jólaskapinu, en Sunnu til ama hef ég þó líka verið með nýju plötuna frá Poppy á repeat, eins ó-jólalegt og það er.
Poppy þá
Ef þú veist ekki hver Poppy er þá er hér smá vídeó af henni eins og hún birtist heiminum fyrst, fyrir 9 árum síðan.
”Hvaða rugl er þetta nú?”, spyrð þú eflaust núna.. jú þetta er “manneskjan” sem við fengum kynningu á í þessu og fleirri vídeóum á þessum tíma. Þetta var samstarfsverkefni milli nokkurra aðila og það var þvílík leynd yfir því hver þetta væri sem stæði á bakvið þetta atriði. Einhverju eftir þetta byrjaði Poppy að gefa út popp tónlist sem “I am Poppy” sem seinna meir varð svo að bara “Poppy”.
Þér finnst eflaust skrítið að sjá mig tala/skrifa um popp tónlist er það ekki? Ég er ekki þekktur fyrir að vilja eitthvað sykursætt popp eða hvað?
Poppy núna
Já, í dag er önnur tíð.
Ef þú hlustar á ofanvert myndband þá heyrist allt önnur tónlist, eitthvað sem fellur enn betur í mig en annað sem hún hefur gefið út.