Yndið hún dóttir mín


Eins og flestir vita þá fékk stelpan tvo gullfiska í afmælisgjöf núna um daginn, nema hvað að annar þeirra dó í dag. Upphaflega ætluðum við bara að segja henni frá því en hún tók eftir því áður en við gátum sagt henni frá þessu og eftirfarandi samræða varð til:

Bylgja Rós: “Mamma… guli, svarti og hvíti fiskurinn er horfinn!” Kristín: “Nú? er það?” Bylgja Rós: “Jáhh! Hann er ekki þarna!” Kristín: “Hefur hann ekki bara farið í frí eitthvert?” Bylgja Rós: “Nei!! Fiskar fara EKKI í frí!”

Svo stuttu síðar kom hún til mín að segja mér frá því að fiskurinn væri ekki í fiskabúrinu:

Bylgja Rós: “Pabbi.. svarti, hvíti og guli fiskurinn er farinn!” Ég: “Nú, hvert fór hann? Í frí eða?” Bylgja Rós: “Nei, ég held hann sé bara dáinn og sé að fela sig undir steinunum!” (eru sko steinar í botninum á fiskabúrinu).

Hvað á maður að segja við þessi kríli þegar svona kemur uppá ? =P Nú hinsvegar er ég í panici hvort að hinn fari að gefa upp öndina líka eða ekki, búinn að hegða sér rosalega skringilega frá því um miðjan dag í dag… =/