Wordpress 2.6.2


Líf með Wordpress gengur bærilega, er búinn að setja upp hin og þessi plugins, testað hitt og þetta í kerfinu og svona. Nokkuð sáttur með hve mikið er búið að gera við Wordpress frá því ég prófaði það síðast. Búið að gera rosalega margt betur en var, sem er ekkert nema gott =)

Mér reyndar blöskraði soldið að sjá eitt.. Það eru rosalega margir íslendingar sem nota Wordpress og það eru tvær þýðingar til sem ég hef fundið, báðar eru listaðar á wordpress.org.

Málið er hinsvegar að önnur þeirra er fyrir útgáfu 2.5 og bara 85% kláruð (ca), hin er hinsvegar fyrir nýjustu útgáfuna.. og ég er ekki að gera lítið úr þeirri vinnu sem er búin að fara í að gera þá þýðingu, en sú þýðing notast við þá fornaldarlegustu íslensku sem ég hef nokkurn tímann lesið. Sum orðin voru hreinlega.. ólæsileg.

Sem dæmi þá var “update” þýtt sem uppnýja, það hef ég aldrei heyrt um áður, “update” er nú venjulega þýtt bara sem uppfæra, hefur verið það í öllum þýðingum sem ég hef snert / notað / séð .. Hvernig dettur fólki í hug að breyta einhverju sem hefur verið notað í allan þennan tíma bara svona.. allt í einu ? Þetta hefur allavega orsakað það að ég er byrjaður á minni eigin þýðingu sem ég mun vera með hér á síðunni til að fólk geti sótt og notað, en aðallega verður þetta fyrir mína eigin síðu og þær síður sem ég hýsi fyrir vini og vandamenn.

Annars er ég að melta hvernig look ég eigi að teikna og hanna fyrir vefinn. Ætla að gera nýtt layout frá grunni, en er hreinlega ekki viss um hvernig það eigi að vera. Ég byrja fljótlega á því að saxa niður lookið sem ég hannaði fyrir síðuna hennar Kristínar, það verður þá líklegast frumraun mín í að hanna og gera WordPress þemu frá grunni.

Ég hef áður tekið þemu og breytt verulega, held að flest allir sem hafa verið með WordPress á annað borð hafa fiktað eitthvað í þemum hjá sér á einhvern máta. En að gera þemu frá grunni, þekki ég ekki það vel að ég geti sagt hvort sé einfalt eða flókið.

En já, er að pæla í fara í bælið og láta annað bíða þar til á morgun ;D GN!