Upprisa
Ég fékk skemmtileg skilaboð á Twitter fyrr í kvöld sem bentu mér á að WordPress.is væri risin aftur. Ég man að ég fór ítrekað inn á þessa síðu fyrir langa löngu þegar maður var að reyna að safna fólki fyrst í að þýða WordPress, en sá vefur þá var sama sem ekkert uppfærður. Mig minnir meira að segja að nýjasta fréttin á vefnum þá hafi verið yfir árs eða tveggja ára gömul.
Þannig að þetta eru sannarlega góðar fréttir að heyra að það sé verið að endurvekja það samfélag sem ég veit að er til staðar hér á landi.
Það sem ég er samt einna ánægðastur með er að sjá hvernig hann Arnór talar um mig og viðbótina mína WPis.
Fjöldi gesta í dag mv síðustu viku (rúmlega)
Núna áðan þegar ég innskráði mig á síðuna mína sá ég hinsvegar svolítið sem mér brá við að sjá.. Heimsóknirnar sem ég hef fengið á vefinn í dag (og ég tengi við opnun wordpress.is) eru frekar margar. Ekki að ég sé að kvarta, langt því frá, en fjöldi heimsókna er það hár að ég varð að sýna ykkur það sem ég sá þegar ég opnaði bakendann hjá mér.
Eins og sést hér á myndinni til hægri þá er þetta ROSA stökk í heimsóknum ef maður skoðar þessa rúmu viku sem myndin spannar.
Þetta er að sjálfsögðu ekkert nema gott og þetta vonandi þýðir að það verk sem ég stend á bakvið hér á vefnum hjá mér nái til fleirri aðila en áður. Og því fleirri sem ég get aðstoðað með td. WPis viðbótinni því betra =)
Annars er ég opin fyrir hugmyndum ef það er eitthvað sem fólki dettur í hug varðandi að bæta viðbótina hjá mér eða eitthvað annað sem hægt væri að græja fyrir WordPress, hvort sem er þá viðbót eða eitthvað annað.