Ubuntu 9.04
Veit ekki hverjir fylgjast með hvað er nýtt og hvað ekki, en Ubuntu 9.04 er komið í beta útgáfu núna og er hægt að sækja ma. iso myndir af vefnum hjá Ubuntu.
Ég er búinn að heyra það 9.04 sé svaðalega ólíkt öllum öðrum útgáfum af Ubuntu (þám. núverandi útgáfu 8.10), þannig að ég ákvað að skella mér á uppfærslu. Ég er með 8.10 inni á vél hérna hjá mér og er núna að keyra í gang uppfærslu upp í 9.04.
Ef þú hefur áhuga á því að prófa þetta þá geturðu keyrt eftirfarandi skipun í “run command” (alt-f2):
update-manager -d
Við það ætti update manager’inn að poppa upp með þau skilaboð að ný útgáfa sé komin af Ubuntu og þá nægir að smella á einn hnapp til að hrinda update’inu í gang. Læt betur í mér heyra þegar ég er búinn að testa að uppfæra og slíkt =)
Það sem ég hlakka samt mest til að prófa eru bætur í Gnome varðandi ma. þegar maður er með fleirri en einn skjá tengdann. So far hefur það ekki verið upp á marga fiska =P