Torrent hugleiðingar


(vantar mp3 skrá)

Smá tónlist til að hlusta á, á meðan þú lest færsluna ;D Smá djók þarna fyrst, en um leið og það er búið hefst lagið sem ég vildi leyfa ykkur að heyra ;D Var bara aðeins að leika mér með audio player stillingarnar.. =D

Ég er mikið búinn að vera að velta því fyrir mér hvernig staðan á torrent samfélagi íslendinga stendur í dag. Af því sem komið er eru nokkrar torrent síður sem fólk er að nota, deiling.is, rtorrent.net og thevikingbay.org sem allar eiga það sameiginlegt að þær eru allar ætlaðar fyrir íslendinga óháð því hvar síðan sjálf er hýst. Enda er það náttúrulega gagnamagnið sem flyst milli notenda en ekki notenda og vefs sem telur ;)

En já, annað sem þessar síður eiga sameiginlegt er að þær keyra allar á gamla, úr sér gengna, tbits kerfinu. Jú, vissulega með einhverjum viðbótum, lagfæringum og slíkt. En “the bottom line” er að þær eru engu að síður að keyra þetta “sama” kerfi. Þannig að nú vaknar spurningin, af hverju það kerfi ? Hvað nákvæmlega við þetta kerfi veldur því að það hafa nánast engin önnur kerfi komið upp á yfirborðið í netheimum ?

Það er ekki það að þetta sé up to date kerfi, ástæðan er heldur ekki það að það sé einfalt og auðvelt að sjá um slíka síðu. Tala nú ekki um hversu intensive tbits kerfið er á vefþjóna (hef testað svona kerfi sjálfur á productional og persónulegum þjónum). Er ástandið virkilega þannig að eina ástæðan af hverju þetta er notað bara.. “af því að” ? eða það að fólk hreinlega nenni ekki að forrita slík kerfi ?

Ég er allavega vel rúmlega hálfnaður með nýtt torrent kerfi sem myndi gjörsamlega sökkva öllu öðru í skít ef ég kysi að opna síðu sem keyrði á því kerfi. Af hverju? Ég skal lista upp nokkra hluti sem eru í boði / er ekki krafist í kerfinu hjá mér:

  • Hægt er að slökkva á ratio ef stjórnendur kjósa það
  • Ratio er hægt að setja á vissa hópa (groups) notanda
  • Hægt er að virkja freeleech með einum smelli
  • Hægt er að virkja “double up” með einum smelli
  • Notendur eru ekki krafðir um að setja inn svaðalegar lýsingar þegar torrent eru innsend
  • Notendum er sjálfkrafa hegnt fyrir það að seed’a ekki torrent sem þeir setja inn
  • Hit’n’run eru skráð og þeim notendum hegnað / missa réttindi
  • Margvíslegar reglur er hægt að setja á mjög auðveldan máta varðandi ratio tengd málefni (td. bið eftir að dl einhverju ef það er of nýtt)
  • Engir boðslyklar eða hvatningakerfi (krónur/evrur/whatever fyrir að seed’a)
  • Tungumálavél (hægt að bæta við nýju tungumáli/þýðingu án neinnar fyrirhafnar)
  • Þemustjórnun er einstaklega góð, allt kerfið er byggt á einingum og því lítið mál að virkja nýja þemu og jafnvel tímastilla þemur (td. jóla/páska/vetrar/sumar o.s.frv.)

Ég gæti án djóks haldið áfram að telja að lágmarki 100 atriði og sýnt fram á hversu mikið, MIKIÐ betra þetta kerfi er, en látum þetta duga í bili. Ég vil heldur fara að ræða aðeins um útlitshönnun á svona vef. Hér má finna 2 myndir af default þemunni sem kemur með kerfinu sem ég er að hanna.

(vantar mynd) Hérna er innskráningin. Eins og sjá má er þetta ekkert svaðalega flókið. Þessi mynd er að vísu á ensku en eins og áður sagði þá styður kerfið það að nýju tungumáli/þýðingu sé bætt við eins og ekkert sé. Eins og sést klárlega er þetta ekkert of cluttered, þetta er frekar stílhreint og létt. Engar óþarfa auglýsingar eða neitt slíkt. Stórt svæði þarna (bláa) til að setja tilkynningar ef þess þarf, ef engin tilkynning er sett þá birtist bara default textinn sem segir basicly að þú verðir að vera innskráð/ur til að geta komist í efni á síðunni.

Plottið með þetta er það að sem minnstar upplýsingar komi á skjáinn hjá þeim sem óvart ramba inn á síðuna. Takið einnig eftir því að það er engin “nýskráning” þarna ;)

(vantar mynd) Næst er það útlitið sjálft á yfirlitssíðunni. Þarna er sami haus og allt það, nema að nú er innskráningarreiturinn búinn að breytast í avatarmynd viðkomandi aðila (sem er innskráður) auk hlekkja á stillingar og útskráningu. Einnig eru komnar upplýsingar í bláa reitinn efst hversu miklu þessi notandi hefur upp- og niðurhalað í heildina.

Þarna fyrir neðan er svo það sem ég myndi vilja sjá sjálfur á torrent síðu, ekkert óþarfa rugl um “góða lýsingu” eða neitt slíkt, bara titill efnis, stærð, jafningjar (peers), og flokkur sem efnið tilheyrir.

Litla “e” logo’ið þarna lengst til vinstri í hverri línu er þarna bara útaf því að logo’ið uppi er með hallandi “e” líka. Setur meira heildarsvip á þetta. En í kerfinu var ég að pæla í að leyfa líka að merkja spes torrent með öðrum myndum. Td. ef það er ekki endilega freeleech á öllum vefnum heldur bara einhverjum vissum torrent skrám þá væri viðeigandi logo við þau torrent skjöl.

Markmiðið með þessu verkefni er hreinlega það að koma með eitthvað nýtt, TBits kerfið var upphaflega gert 2004 og síðan hefur ekkert verið gert við það nema af hverjum og einum sem rekur sína eigin torrent síðu sem keyrir á því kerfi. Það er bara.. heimskulegt að engum hafi dottið það í hug, eða að engin hafi látið verða af því að koma upp miðlægum vef þar sem hægt er að tala um þessi kerfi, hvernig á að laga hitt og þetta, auka fiff, nýjungar og slíkt.

Ég reyndar tel að gamla “góða” TBits kerfið sé löngu úrelt og dautt, en sökum þess að ekkert nýtt er komið á yfirborðið (nema jú torrenttrader og álíka kerfi sem eru ein verst skrifuðu kerfi sem ég hef séð) þá hafi engin gert neitt í því að hætta með það.

Segðu nú satt, ef þú gætir kosið um að vera á síðu eins og þessar TBits síður, eða einhverju svona einföldu, hvort myndir þú kjósa? Ég held að það sé frekar augljóst, allavega að mínu mati.