Time machine revision
Jæja, leyfði Time Machine að malla í nótt og það er búið að klára að taka afrit af vélinni hjá mér. Komst reyndar að því að mv. núverandi stillingar getur bara ein vél verið tengd. Testaði að tengja iSCSI diskinn við MacBook vélina hjá mér í gærkvöldi þegar iMac vélin var að taka afrit af sér inn á hann, nema hvað, afritatakan bail’aði með einhverjum generic villuboðum. Ætla að leggjast í það að athuga hvort/hvernig ég leyfi iSCSI diskinn fyrir allar vélarnar.
Testaði svo líka að reboot’a MacBook og iMac vélunum en iSCSI diskurinn tengdist ekki sjálfkrafa á neinni þeirra þannig að ég ætla að skoða það líka.
Svo var ég að koma HP PSC1510 All in One græjunni til að virka sem skanna og prentara á iMac vélinni. Gekk bara frekar snuðrulaust fyrir sig, varð að ná í 230MB pakka af hp.com til að fá skanna hlutan af tækinu inn að vísu, en hann virkaði sem prentari frá því að ég tengdi hann allra fyrst.
Elska MacOS X! Elska Apple!