Þróun hafin
Já, er byrjaður á evo 1.1 núna, búið að bíða of lengi með nýju útgáfuna. Það sem er nýtt er ma:
- Nýtt viðmót sem fer mikið betur í fólk og er mikið einfaldara.
- Hætt er að hafa miðlægt admin kerfi, nú er hver síða með sitt eigið (upplýsingar verða sendar í netpósti).
- Ný eining: skráareining. Hægt er að upphala, niðurhala og vinna með hin ýmsu skjöl ásamt því að bjóða notendum upp á að sækja vissar skrár af síðunni.
- Ný eining: margmiðlunareining. Núna er hægt að birta spilara sem ma. spilar mp3, flv, swf og wmv skrár.
Á mögulega eftir að bæta fleirri einingum inn, en sjáum til hvort að þetta sé ekki nóg fyrir x.1 uppfærslu ;)
Annars langar mig að hrósa atvinnubílstjórum varðandi mótmælin þeirra fyrr í dag í Ártúnsbrekku! Ég er mjög ánægður með að þeir hafi tekið þetta skref og mæli með að allir sem eru á bíl taki þátt í næst þegar þetta verður. Sýnum ríkinu að við stöndum öll saman varðandi þessi rugl verð á olíu og bensíni!
Ég reyndar rakst á eina frétt á mbl sem ég .. hreinlega átti ekki von á að sjá.. hérna er umrædd frétt. Ég einhvern vegin átti ekki von á því að málinu yrði vísað frá..
Svo var svona eitt í lokin.. Konan var að horfa á “Á Hæðinni” á S2 núna í töluðum orðum, og hver poppar ekki upp á skjáinn hjá okkur, að afhenda Santa Fe jeppling frá BL?! Engin annar en Berti kallinn! Vildi bara skjóta því að honum að ég hafi séð hann ;D