Þreyta og fleirra


Jæja.. soldið síðan að ég setti síðast inn færslu. Slatti af dóti búið að vera í gangi en þó stendur hæst upp úr að ég er að fara í svefnrannsókn útaf háu stigi (bráðagreindur) af kæfisvefni.. Sem veldur því meðal annars að ég er rosalega þreyttur á daginn, rosalega oft með hausverki og slíkt, en einnig það sem fer mest í taugarnar á mér að ég er rosalega einbeitingarlítill..

Núna í þessari viku eru verktakarnir sem eru að gera við svalirnar á húsinu sem við erum í búnir að vera að vinna í íbúðinni við hliðina á okkar íbúð og ská fyrir ofan sem veldur því að það eru hrottarleg læti hérna inn í íbúð.. (sjá hér: 10022009.mp4 (video vantar)). Svo útaf þessu þá er sama lagið búið að hringla inn í hausnum á mér í allan dag.. en það er einmitt hérna efst í færslunni ;D

Annars .. er óttarlega lítið að frétta þannig séð sem er þess virði að fara yfir hér. Vona bara að ég fari að fá fulla einbeitingu fljótlega til að geta gert alla þá hluti sem mig langar að koma í verk =P

(mynd vantar) Skipti að vísu um útlit á www.evolution.is núna um daginn og er hægt að sjá það með því að smella á hlekkinn eða með því að smella á þessa mynd hér til hægri. Frekar ánægður með hvernig tókst.

Alltaf gott að takast það að gera fallega síðu sem er þetta einföld. Litirnir finnst mér koma rosalega vel út, dökk grái og þessi svo skær blái eiga svo vel saman að mínu mati.

Annars er ég svona að melta að gera mína eigin Wordpress þemu til að nota á síðunni.. Frekar asnalegt að kallast vefhönnuður en samt að nota einhverja þemu sem skrilljón aðrir eru að nota útum allan heim. Held meira að segja að þessi þema sem ég er að nota sé ein af þeim vinsælustu á wordpress.org.. Hef bara ekki komið mér almennilega í að kynna mér hvernig þemurnar eru byggðar upp almennilega. Og ég hef heldur ekki fundið neinar almennar “guide-lines” um þemugerð fyrir Wordpress ennþá, ekki að ég hafi ekki reynt að finna slíkt!

Það sem ég hef verið að upplifa af Wordpress er að það eru ákveðin CSS nöfn sem eru notuð af kerfinu, en mér þykir það rosalega skrítið að það sé ekki hægt að finna (auðveldlega) neinn guide eða “guide-lines” um það hvað er notað hvar og hverju má fikta í í raun og veru..

En já.. þarf að halda áfram hérna að forrita og hanna.. voða gaman að reyna að einbeita sér með þessi læti í íbúðinni =P