Terminal í Lion


Eftir að ég uppfærði upp í OSX Lion (10.7) þá hef ég lent í smá veseni með að Terminal tekur heila eilífð að opnast og birta mér promptið. Ég ákvað því núna áðan eftir að hafa beðið í rúmar 2 mínútur eftir því að geta ssh’að mig inn á aðra vél að fara á Google og leita aðeins, sjá hvort ég finndi eitthvað. Og viti menn, jú, þar er smá grein um þetta vandamál og lausnina við því.

Vandamálið er víst að Terminal vistar gamlar skipanir og fleirra í log fæla í /private/var/log/asl/ og er að leita í þeim þegar ég ræsi það. Trickið er því að eyða út þessum skrám og stilla aðeins betur hversu langt aftur í tímann eigi að geyma loggana.

Til þess að gera það þurfti ég að keyra eftirfarandi skipun sem root.

rm -R /private/var/log/asl/*

Eftir að hafa keyrt þessa skipun var Terminal strax orðið sprækt og gott, en til að passa upp á að þetta komi ekki fyrir aftur þarf að stilla smá í config skjalinu fyrir asl. Það er gert með því að setja neðanverða klausu neðst í /etc/asl.conf:

= archive 0
= utmp_ttl 604800
= fs_ttl 604800

Vona að þetta gangist einhverjum ;)