Strange day


Já, þessi dagur er búinn að vera soldið skrítinn. Ég er búinn að vera svo skelfilega þreyttur í allan dag, svo í þokkabót er ég komin með svona “hita-fíling”, fæ þetta þegar ég er svaðalega þreyttur, hitakast hálfpartinn, roðna í framan og verður svakalega heitt í framan.

Svo er eitthvað verulega funky í gangi með routerinn hérna heima, sama hvað ég geri hann vill ekki route’a rétt port forwarding hjá mér. Þrátt fyrir að allar stillingar séu réttar fyrir bæði port 80(http) og 443(https) í routernum, þeas. að forwarda á linux þjón hérna innanhús, svo í þokkabót virðist hann hafa tekið upp á því núna í dag meðan ég hef verið að skoða þetta vandamál, að drepa random tengingar útúr húsi.. Þannig að síða sem ég bað um eða ssh samband við þjón dettur allt í einu út .. very very anoying!

Testaði að keyra nmap af þjóni hjá mér og skanna ytri IP töluna hérna heima, en eina sem ég fæ upp er port 8080 óháð því hvaða port ég var að nota / merkti opin.. Merkilega er að port 8080 er ekkert í notkun.. þetta er skrítnara en allt skrítið =P Svo til að toppa allt af þá fór CPU notkunin á gripnum í yfir 70% meðan ég var að skoða hann áðan.. Stórfurðulegur andskoti.. =/

Náði allavega að laga þetta með því að grafa gamla routerinn upp og plug’a honum í samband! =D