Spennan magnast
Jæja.. Nú er ég orðinn eins og smápjakkur á jólum, hlakkar svo til að opna pakkana sína. Nema hvað að pakkinn í þessu tilviki er eitt svar við starfi.. Fór í viðtal fyrir 2 vikum síðan hjá stóru fyrirtæki hér á landi sem ég hef alltaf dáðst af og langað lúmskt til að starfa hjá. Ég vil ekki gefa upp strax hvaða fyrirtæki þetta er, en það ætti að vera nóg að segja bara að þetta er með stærri tæknifyrirtækjum á landinu ;)
Annars er það að frétta að það hefur verið slatti að gera í rútuakstrinum, meira að segja fékk að keyra nýju bílana hjá Guðmundi Tyrfings, 10 og 12 metra bílar frá Yutong. Þvílíkur lúxus í einum bíl.. leðursæti, tvö sjónvörp, klósett, rosalega mjúkir í akstri. Svo líka lítur maður frekar vel út þegar maður situr í bílstjórasætinu á þessum bílum ;D Meira að segja pabbi, sem fór með mér í smá ferð núna í vikunni, tók sig vel út.
En annars þarf ég að fara að græja mig, smá skutl í kvöld fram og til baka á Selfoss, svo hópur sóttur í Keflavík og skutlað á Selfoss..