Snemma koma jólin


Ákváðum að kíkja aðeins á nýja skó handa mér þar sem að gömlu skórnir eru.. vægast sagt búnir að ganga sitt skeið. Hefði í raun átt að brenna þá fyrir líklegast rúmu ári síðan.

Renndum fyrst í Dressman og litum á nokkrar skyrtur, því næst í Hagkaup þar sem þeir voru búnir að auglýsa VSK fría helgi á skófatnaði. En það er alltaf sama sagan fyrir mig þarna, þeir skór sem mér lýst vel á eru stærstir til í 45. Reyndar var þetta frávik í því þar sem ég fann ENGA skó sem mér líkaði við.

Renndum því í Intersport í lágvörukjarnanum í Kópavogi, fundum þar æðislega svarta íþróttarskó úr leðri frá Sketchers. Fullt verð á þeim var 8.990 en þar sem það var VSK frí helgi þá fengum við þá á ca 7.100 kr.

Erum að pæla í að halda hátíðlega athöfn á eftir þar sem gömlu skórnir verði jarðaðir, en það vaknaði reyndar spurning hjá mér hvort það væri ekki réttara að hafa samband við íslensku útgáfuna af CDC eins og kaninn er með (Center for Disease Control) þar sem skórnir gömlu eru vægast sagt.. heilsuspillandi =P