Smá vídeó
Ég verð eiginlega að deila með ykkur tveimur trailer’um sem ég á hérna, á reyndar báðar myndirnar líka, en það er annað mál. Málið er að þetta eru bæði myndir sem ég mæli með við alla að horfa á þó það sé ekki nema einu sinni. Þær eru báðar frekar gamlar og ekki ætlaðar fyrir áhorfs einmanna karlmanna, en ef það er par sem um ræðir þá er það bara gott ;)
Fyrri myndin heitir Buying the cow og er gamansöm ástarvella með smá karlmennsku flippi í gangi. Fjallar um David (Jerry O’Connell) sem er búinn að vera í fínu sambandi með kærustu sinni en vill ekki binda sig í hjónaband þar sem honum finnst það ekki vera rétt. Kærastan vill giftingu/skref upp á við, en hann ekki. Fyrst svo er ákveður hún að fara yfir þver Bandaríkin til að vinna að einu verkefni þar og gefa honum tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem hrindir þessu af stað er að besti vinur Davids kynnist konu sem hann vill giftast frá fyrsta degi.
Myndin er óttarlega vitlaus, margir brandararnir ofnotaðir úr öðrum myndum og allt það. En þetta er fínasti máti að drepa smá tíma og skemmta sér í leiðinni.
Seinni myndin heitir Head over heels og fjallar um Amöndu sem kemur í byrjun myndar að kærastanum í bælinu (hennar) með annari konu. Hún ákveður því að flytja út og byrja upp á nýtt á “markaðinum”. Hún sækir um sem meðleigjandi að íbúð sem hún sér auglýsta en það vill ekki betur til en að hinir meðleigjendurnir fjórir eru allar módel.
Þetta er alger stelpumynd, en strákar geta líka alveg hlegið af henni. Þó svo að Freddie Prinze Jr. leiki í henni eru þó allavega 5 (oftast) léttklæddar dömur þarna sem er alveg þess virði að horfa á ;)
Svo langaði mig aðeins að rabba um Britains Got Talent þættina sem eru að tröllríða öllu á facebook, hlekkjasíðum og msn.. Það eru allir að tala um hvað Susan Boyle hafi komið sér á óvart og allt það. Ég tek svossum alveg undir það, en mér brá meira að heyra í þessum pjakk hér fyrir neðan. 12 ára gamall og heitir Shaheen Jafargholi.
Ég geri mér annars grein fyrir því að ég er að missa mig í vídeófærslum hérna.. en það er bara af hinu góða er það ekki ? ;)