Slakur


Já, ég verð að játa það að ég hef ekki beint verið sá duglegasti að sinna síðunni minni. Ástæður þess eru margvísar, aðallega það að ég er á fullu í akstri hjá Guðmundi Tyrfings.

Við náðum að vísu að taka eina stutta útilegu við hjúin, með krökkunum. Fórum frá Flúðum og tjölduðum í Vík. Við stelpan skokkuðum upp Skógarfoss og nutum útsýnis þaðan yfir haf og land. Merkilega dugleg stelpan að fara svona upp með karlinum, verð þó að játa það að þetta var í fyrsta skiptið sem ég fór sjálfur upp þarna. Oftast þegar maður er á þessum slóðum þá er maður að keyra útlendinga og þá er ekkert sérstaklega bjóðandi að reyna að vera jafnvel á undan þeim upp og niður aftur til að taka á móti þeim við rútuna, angandi eins og sveittur verkamaður =P

Svo núna um daginn þegar ég kom heim úr einni ferðinni var frúin með óvæntan glaðning handa mér, þar sem Vodafone símarnir sem við vorum með voru frekar takmarkaðir og eitt og annað komið í ljós með þá ákvað hún að uppfæra þá í Optimus One. Sami klukkuhraði á CPU en það munar samt miklu að vera með þennan síma. Fyrir það fyrsta var hann með Android 2.2.x á sér þegar ég fékk hann, en síðan þá kom uppfærsla í 2.3.3 sem bætti batterý notkunina til muna, nú er ég að fara niður um 20-40% á dag og er því að hlaða símann annan hvern dag í stað á hverju kvöldi =D

Af börnunum er allt gott að frétta, njóta þess að vera hérna í sveitinni hjá ömmu sinni, frelsið hérna upp frá er æðislegt og þau geta leikið sér úti eins og þeim hentar, vel fram yfir eðlilegan tíma í bænum ;)

Veðrið hefur samt ekkert verið neitt sérstakt þessa undanfarna daga og vikur hérna, fengum allt í lagi veður um versló en svo kom bara þungt yfir og rigning af og til þar til seinni partinn í gær þegar sólin spratt allt í einu út, svo er hún enn að skemmta okkur hérna =)

Það er samt soldið skrítið að fara að tala um veðrið .. hef ég virkilega svona lítið að segja frá? =/