Sjálfsmyndir
Það er nú ekki á hverjum degi sem ég meika það á annað borð að vera fyrir framan myndavélina, mér finnst ég ekki vera þess virði að eyða þeim bætum sem þarf til að geyma andlitið á mér á minniskubb..
Hinsvegar eftir það átak sem ég hef verið í undanfarna mánuði og þann árangur sem ég er komin með undir beltið (pun intended) þá hefur sjálfsálitið verið að byggjast hægt og rólega upp. Ég er sífellt að missa fleirri kíló og centimetra utan af mér, á þessu 10 átaks námskeiði er ég búin að missa 22cm og í heildina er ég að nálgast 15kg múrinn óðfluga!
Þar sem ég var veikur heima í gær og leiddist líka þetta svaðalega, þá ákvað ég að vippa upp myndavélinni og aukabúnaði og smella nokkrum myndum af sjálfum mér.
Uppsetningin var einföld, var með flashið í ETTL á vélinni sjálfri, sem var á þrífæti. Við hlið hennar var ég með silfurlitaða regnhlíf sem var í 45° horni frá mér vinstra megin mín séð. Fyrir aftan mig var ég svo með svartann efnisbút sem ég nota sem bakgrunn.
Ég stillti vélina held ég á f/8, valdi mér brennivídd og lék mér aðeins með þetta. Notaði svo bara fjarstýringu þar sem ég stóð svo stutt frá myndavélinni.
Mér finnst þetta hafa tekist nokkuð vel en dæmið þið endilega sjálf =D
(mynd vantar) Á þessari ákvað ég að reyna að hafa svona hálfskugga á andlitinu, sneri mér alveg á hlið mv hvar flashið var og sneri hausnum lítillega í áttina að myndavélinni.
(mynd vantar) Hér var ég svo bara að testa að snúa beint að en reyna að vera eins grimmur og ég gæti.