Safari 3.2


Þeir sem eiga Mac’a, eða eru nördar eins og ég, vita það að Safari 3.2 kom út í gær. Engar fancy tilkynningar, ekkert media hype, bara addað hljóðlega í software update. Ég verð eiginlega að segja að ég er loksins núna að fara að nota Safari sem primary vafra hjá mér. Firefox er búinn að vera mitt uppáhald undanfarin ár, enda kem ég þannig séð úr linux heiminum þar sem Firefox trjónaði á toppnum í mörg ár.

Af hverju er ég þá að færa mig yfir í Safari ? Jú, fyrir það fyrsta finnst mér það gott að geta opnað url og vafrinn opnast strax eins og gerist með Safari, en ekki að þurfa að bíða í allt að mínútu eftir að Firefox ræsi sig. Auk þess þá virkar Safari betur að mínu mati með marga tab’a opna en Firefox.

Vissulega er margt sem ég mun sakna við að nota í Firefox.. Slatti af add-on’um sem ég hef verið að nota, en ég tel þetta samt vera skref í rétta átt. Síður renderast líka betur að mínu mati í Safari.

Ég er samt þakklátur fyrir það að ég er ekki fastur í Windows og að ég er ekki einn af þessum notendum sem trúa blint á að Internet Explorer sé góður vafri..

Allavega, undanfarna daga hefur frekar lítið gerst hér á bæ, ég er sjálfur bara búinn að vera heima að forrita eins og hálfviti (as usually). Reyna að klára þetta blessaða verkefni og taka mér svo frí frá seldri forritun, alveg komin með grænar af þessu =P Man alltaf aftur og aftur allt í einu að ég gleymdi einhverju, að vera að vinna í 50+ hlutum í einu verkefni er ekki nógu skemmtilegt =P

Need to organize myself a little better held ég .. =P