Rólegur dagur


Í dag hef ég haft það óttarlega náðugt hérna einn heima. Frúin og börn hafa verið upp á Flúðum síðan á föstudaginn, en þar sem ég var að keyra óvissuferð SS í gær, annað árið í röð I might add, þá var ég í bænum og ekki með fjölskyldunni upp á Flúðum.

(mynd vantar)

Það sem af er degi hef ég verið að nördast í hinu og þessu, farið yfir tímana mína í þessum mánuði, skrifað niður hina og þessar hugmyndir af verkefnum sem mig langar að dúlla mér í núna í vetur ásamt öðru. Ég er líka búinn að komast að því að Google Chrome er orðinn 100% Lion samhæfður, styður fullscreen dótið sem var kynnt í Lion, en þar að auki er annað auka dót sem ég hef ekki séð í öðru forriti. Þegar þú hefur opnað Chrome í fullscreen þá er annað icon í hægra horninu uppi, lítur út eins og tjöld fyrir framan bíótjald / leikhústjöld. Þegar maður smellir á þann hnapp þá hverfur vafrinn algerlega, ekkert af UI’inu sem fylgir Chrome sést. Bara síðan sem þú ert með opna. Til að birta tool- og tab-barinn aftur þá þarf bara að fara með músina einhversstaðar uppi í efri kantinn og þá birtist það sem drop down valmynd. Svona dót er þægilegt =D

Fyrir þá sem ekki vita hvernig þetta lítur út þá tók ég skjáskot af fullscreen takkanum í Chrome og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta breytir rosalega hvernig maður horfir á vefinn og hin ýmsu tól sem eru í boði á netinu. Engin truflun td. að skrifa blogg færslur í WordPress ;D