Office space


Er búinn að fá soldið margar spurningar um það hvort ég sé bara heimavinnandi eða hvað, þar sem ég sé hættur hjá Securitas (old news). Ákvað að koma með smá færslu um það stuff..

Já, ég er “heimavinnandi” sem verktaki í heimasíðugerð, hýsingum og því öllu. Vinnuaðstaða mín er þessi:

(mynd vantar)

Uppsetningin er byggð úr iMac 24″ með 2.8GHz Intel Core2Duo örra, 2GB DDR2 minni og 320GB SATA2 disk, auka skjár tengdur vinstra megin er 22″ Philips 220WS og dekkar 1680×1050 px. iMac’inn er dekka 1920×1200 px. Ég er að keyra Mac OS X 10.5.5 og er að nota Adobe CS3 Web Premium pakkann, ásamt því að nota TextMate fyrir RoR, sem ég er nýbyrjaður að fikta aftur í!

Og svona til gamans, þá var ég líka spurður í dag af hverju ég væri í svona góðu skapi alla daga nýverið.. ástæðan er einföld, en felst þó í nokkrum liðum..

  • iMac er yndisleg tölva sem frábært er að vinna á
  • TextMate er einn besti ef ekki SÁ besti ritill sem ég hef kynnst
  • Það er snjór úti!
  • Ég er laus við fileserverinn úr svefnherberginu, sem merkir að engin læti eru í vélbúnaði lengur hérna!
  • Það styttist í jólin!
  • Sjá mynd hér að neðan!

(mynd vantar)

Myndirnar eru annars teknar á símann hjá mér þannig að þið afsakið léleg gæði í þeim ;)