Nýtt look og fleirra
Jæja, ákvað að breyta um þema hérna á síðunni, fannst þetta mikið betur tengt því sem er í gangi í dag og slíkt ;D Er samt að vinna að nýrri þemu sjálfur, tekur bara sinn tíma þar sem ég hef lítinn tíma til aflögu.
Er mest búinn að vera að forrita í þessu verkefni sem virðist aldrei ætla að enda, voða gaman =P eða hitt þó heldur. Vandamálið er að ég byrjaði á því að skrifa kerfið skv samningnum, útbjó allar SQL töflur og grunna sem ég sá fram á að þyrfti að nota og slíkt, bjó til einfalt kerfi í hausnum á mér hvernig gögn yrðu vistuð í grunnum og allt slíkt.. Svo breyttist það í það að ég yrði helst að nota gögnin úr eldra kerfi fyrir þennan kúnna, nema hvað, sá grunnur er tóm helvítis steypa, ég er búinn að kóða hátt í 2000 línur af kóða sem verður hent, hann verður bara notaður til að koma gögnunum yfir í nýja kerfið. En það er ekki nóg með það, heldur er ég alltaf að lenda í veseni með þetta þar sem gömlu gögnin eru svoooooo steikt.. alveg við það að grýta einhverju fram af svölunum hérna þegar ég lendi í þessu.
Annars er það að frétta að ég ákvað að leika mér aðeins að breyta um þema í mac’anum hjá mér í gær svossum ekkert mikið sem ég gerði, skipti um icontheme og setti nýja bakgrunna á desktop’ið, that’s about it.
Henti inn skjáskotum af þessu hjá mér sem er hægt að sjá hérna: aðalskjárinn og aukaskjárinn. Aðal er vinstra megin við aukaskjáinn. Sést svossum ekki mikið á screenshot’inu af aukaskjánnum, en þið sjáið allavega bakgrunninn ;)
Erum svo að fara í jarðarför á morgun, það þykir mér alltaf jafn leiðinlegt. Ekki af því að það sé almennt leiðinlegt að fara í jarðafarir eða þannig, heldur vegna þessa að mér er ekki vel við það þegar einhver sem ég þekki deyr =P Æji, þeir fatta mig sem fatta.
Er annars búinn að vera að dútla mér við fjórðu útgáfuna af v3 á evolution.. er svona að reyna að ákveða mig hvort það sé look sem muni haldast inni og henti fyrir fyrirtæki eða ekki..
læt í mér heyra síðar ;D