Nörri
Ég fæ svona löngun af og til, oftar en ég vil reyndar, með það að ég vil bæta mig í tæknidótinu. Alls ekki misskilja mig, né þig, það er ekkert að því að bæta sig, en vandamálið er það að ég er svo óákveðinn með hvað ég eigi að nota sem aðal nördaskapinn.. Ég hef alltaf verið sæmilega góður í PHP forritun, WordPress vil ég verða betri í, mig langar að vera betri grafíker, ég vil vera ofur Linux/Unix nörd, ég hef meira að segja fengið löngun að læra betur á Windows Server kerfin. Vandamálið er sem sagt.. mig langar of mikið í of mikið.
Nú ætla ég að breyta til hinsvegar. Ég hef ákveðið að ég ætla að hætta í forritun að því leytinu til að ég mun bara dúlla mér í henni, sjálfur og fyrir sjálfan mig, heima við. Sem “aðalnörradót” ætla ég að einblína á að læra betur á Windows kerfin og reyna að ná mér í einhverjar gráður. Með þessu ætla ég líka að reyna að ná mér í gráður í Linux, td. RHEL.
Þeir sem þekkja mig best eru núna annað hvort að lemja hausnum á sér við vegginn eða hafa hreinlega lokað vafra glugganum í þeirri trú um að þeir hafi hreinlega lesið vitlaust.. Að Axel ætli að fara í Windows nám.. en svona er þetta ;)
Nýji vinnustaðurinn minnÉg gleymdi reyndar að taka það fram á blogginu sjálfu, þó ég hafi uppfært síðuna (um mig – ferilskrá) að ég hef hafið störf hjá Nýherja! Ég er titlaður tæknimaður og er sem stendur á þjónustuborðinu að læra á þau mörgu kerfi sem er verið að nota þar.
Það er sjaldan sem manni líður svo vel á vinnustað að manni hreinlega hlakkar til að mæta. Þannig líður mér núna =D Það er brjálæðislega mikið af hlutum sem ég er að læra á og læra um þarna núna, en þetta er bara gaman =)
Annars er bara fínt að frétta af okkur held ég, börnin komin bæði í skólann þannig að rútínan er komin í gang. Nýja starfið smell passar einmitt í hana án nokkurra breytinga þannig að það er hrikalega stór plús. Kristín er eins og hún er varðandi MS’ið. Góðir dagar og slæmir.
Við prófuðum svo í gær svolítið öðruvísi (á okkar mælikvarða), ég fékk skyndilega þá flugu í hausinn á mér að vilja sushi, sem ég hafði bara smakkað einu sinni áður og þá í glasi (vel í glasi). Þannig að við brunuðum á Nings þar sem það er sá staður sem er okkur næstur sem selur sushi, hvort það sé gott sushi eða ekki, í tengslum við aðra staði þeas, get ég ekki svarað fyrir en okkur þótti þetta bara prýðilegt. Byrjuðum bara á 6 bita laxabakka og fengum okkur kjötrétt dagsins með. Börnin borðuðu svo pylsur þar sem þau vilja ekkert svona. Það er þó víst að við ætlum að vera dugleg við að fá okkur eitthvað nýtt og helst hluti sem við höfum lokað á af einhverri ástæðum, hætta að vera teprur ;D Elmar félagi benti mér á Tokyo Sushi og ég get lofað því að eftir að hafa skoðað lauslega yfir matseðilinn þeirra, sem er að vísu bara sjáanlegur á Facebook eins og er, þá er ég svoooo að fara þangað næst. Alveg klárt. Fiski og Krabba bakkinn með 20 bitum er sjúklega flottur og girnilegur.. andsk.. ég er orðinn svangur á að skoða þetta og hugsa um =/