Meira rokk takk!


Ég kynntist Amon Amarth fyrir ekkert svo löngu og ég er enn að fá gæsahúð yfir mörgum lögum eftir þá. Nú síðast þetta lag hér að neðan, Hermod’s ride to Hel (Loki’s treachery part 1). Læt textann fylgja með til að fólk geti lesið með.. Er ekki 100% á því að þetta sé réttur texti, en þetta er það sem ég heyri sjálfur. Þeas. þetta er texti sem ég skrifaði eftir að hafa hlustað á lagið ;)

Ride, Sleipnir!
Ride for all you’re worth
Faster than lightning
To the dark realms of the world.

Through valley’s of darkness
On our way to Nifelheim
To the halls of Hel
Where my brother awaits

Wailing Voices on the wind
Urging me to turn
Distant tortured screams
Cold blue fires burn

I hear the sound of river Gjöll
Running cold and deep
Its golden bridge shines in the dark
The bridge Modgud keeps

Over the bridge, on through the night
Hel is getting near
There are the gates towering high
Afflicting me with fear

In her hall, at the honoured seat
My brother sits in pain
Pale and tortured Baldr greats
Bound by invisible frozen chains

I am bound to bring him back with me
The whole world mourns his death
Please set Baldr free
Give him back his breath!

If it’s true, what you say to me
That the whole world mourns his death
If the whole world will weep
I will give him back his breath.

Sem íslending, þá finnst mér við verða að virða og muna hvaðan við komum, við komum af víkingum og þær sögur sem Amon Amarth segja í textum sínum eru hetjusögur að mínu mati. Alveg merkilegt hvað þetta snertir við manni ef maður hlustar á textann og finnur tilfinninguna sem tónlistin sjálf skilar.

Svo að öðru alveg ótengdu, þá langar mig að rifja upp fyrir fólki eina Drum’n Bass hljómsveit sem ber nafnið Noisia, þeir hafa verið duglegir að remix’a lög eftir aðra, en hafa einnig gert þó nokkur lög sjálfir. Hér eru tvö lög í vídeó formi með þeim.

Noisia - Block Control
Noisia - End Game

Svo er það að frétta af mér að ég er að fara núna á þriðjudaginn út á land til að vinna! Fékk tímabundna vinnu í 3-4 mánuði við allt og ekkert úti við (og inni?) á golfvellinum á Flúðum. Verð í fríi aðra hverja helgi, þannig að það er strembinn tími framundan, vera án konunnar og barnanna í þetta langan tíma .. Við eigum eflaust eftir að nota iChat óspart, tek með mér MacBook’ina uppeftir en frúin notar iMac’an hérna heima. Samt.. þetta verður erfitt.

Góða við þetta er að tekjurnar aukast inn á heimilið, sem er blússandi plús eins og tímarnir eru nýverið á landinu =P Fínt að fá meiri aur til að saxa á halann sem er komin á eftir manni =P

Læt þetta nægja í bili, ætla að fara í það að græja dót til að taka með mér upp eftir.