Loksins loksins!
Jæja, mér tókst loksins að encode’a vídeó á *nix fyrir litla sæta MP3 spilarann minn, sem spilar líka vídeó á sínum litla sæta skjá. Hingað til hef ég hinsvegar þurft að notast við crappy ass forrits frá Sandisk sem ber titilinn SMC (Sandisk Media Converter), sem er bara fáanlegur fyrir WindowsXP og nýrra og virkar EKKI í wine.. Í þokkabót þá hefur verið þvílíkt tap á samvinnu hljóðs og vídeós í skrám sem eru lengri en 10 mín að lengd (desync) ef ég hef encode’að með því sorglega tóli.
En núna, fann ég leið til að nota mencoder (besta tól allra tíma segi ég!) til að encode’a / transcode’a vídeó skrám niður í þær (sér)stillingar sem spilarinn þarfnast.
So far so good verð ég að segja, ég er búinn að testa að transcode’a nokkra trailera, valdi þá því þeir eru minni en annað og því fljótlegra að vinna með, en þeir hafa allir virkað perfect fram að þessu. Er núna að taka aðeins stærri bita, er að vinna með tvo þætti sem stendur og ef það virkar nægilega vel ætla ég að skella í gang vinnslu með eins og einni eða tveim kvikmyndum í nótt, sjá hvort það virki nógu vel =D
Ég hef verið spurður af hverju ég valdi þennan spilara fram yfir aðra sem í boði voru á þeim tíma sem ég fékk mér hann, hvers vegna ekki iPod td? Fyrir það fyrsta þá var þessi spilari á heilar 15.000 kr í Elko í sumar! Hann er 4GB og er með rauf fyrir MicroSD kort upp að 32GB að stærð, sem þýðir, max 36GB total stærð ef útí það er farið. Hann spilar FLAC, MP3, OGG Vorbis, WAV, WMA og secure WMA hljóðskrár. Svo spilar hann ASF, AVI, DAT, DivX(6.0), DVR-MS, MOV, MP4, MPEG 1, QT, WMV og 3gp/3gpp2 vídeó skrár!
Allavega, fram að þessu hefur þetta virkað hjá mér, ég kem svo með ítarlegri kennslu á þessu síðar, þegar ég er búinn að fínpússa þetta allt og slíkt. Stór efast samt um að margir sem lesa þetta blogg eigi svona tæki, hvað þá að þeir séu að keyra linux en ekki Windows ;) En maður veit nú aldrei =)