Leiðindar vesen
Aðalþjónninn hjá mér er búinn að vera með massívan derring síðustu daga, sem fólk hefur eflaust tekið eftir. Eitthvað sem ég er að hýsa hefur verið að taka það svaðalega á þjóninum að hann verður hreinlega dottið á hliðina, hætt að svara öllum tengingum og allar þjónustur verða í raun “dauðar”… Er að vinna hörðum höndum að því að setja upp nýja vél hérna sem ég fer þá með niður eftir og skipti þá út þjónum. Verður gaman að hafa margfalt öflugri vél með mikið nýrra skipulagi =)
Annars er þetta tuðfærsla dauðans.. Málið er að fyrir ekkert svo löngu lenti ég í því að fá löngu útrunna 2L Pepsí hérna útí Nettó í Mjóddinni (sjá eldri færslu). Núna rétt fyrir hádegi fer ég svo í Nettó að versla mér einmitt, 2L Pepsí, var ekkert að hafa fyrir því að lesa á blessaðan stimpilinn.. En versla mér ss. 1/2L + 2L sökum þess að Nettó er ekki með 2L gos í kælir og mig dauðvantaði að svolgra í mig smá ísköldu (endaði reyndar frekar volgt þetta 1/2L gos en það er önnur saga). Kem heim, skelli 2L flöskunni í kælirinn og var svo að fá mér eitt glas af því núna áðan. Fannst þetta vera voðalega flatt eitthvað og soldið.. sodastream bragð af þessu. Lít á stimpilinn og hvað haldiði að ég sjái!? Flaskan sem ég var nú með í höndunum rann út LÖNGU áður en flaskan í gömlu færslunni minni!
Nýja flaskan (keypt í dag) rann út 04.05.08!!! Hvað í andskotanum er í gangi ? Flaskan sem við lentum á þarna í lok október sl rann þó út í september sama ár.. en hérna erum við að tala um rúmlega hálfs árs gamla flösku upp í hillu í búð ? Þeas. meira en hálft ár síðan hún rann út..
Ég hringdi í Nettó til að kvarta og hann vildi að ég kæmi bara með hana og fengi nýja í staðin, en þar sem ég veit að það eru ekki Nettó starfsmenn sem fylla á þetta (skv. bæði Nettó og Ölgerðinni) þá ætla ég að fara með flöskuna upp í Ölgerðina strax eftir helgi.. RUGL að það skuli vera svona gömul útrunnin vara upp í hillu í búð. Mér finnst ekkert nema rétt að láta Ölgerðina vita af þessu svo að þeir geti gert eitthvað í þessu. Alger lágkúra að þetta sé að gerast þetta oft.
Man nú líka eftir því að það liðu hva.. 2-3 mánuðir frá því að ég benti 2 starfsmönnum í Nettó á það að það væru löngu útrunnar snakkvörur (Maarud) í boxum hjá þeim, þar til að það var búið að skipta þessu út og fá nýjar vörur. Þá voru það að vísu heilu kassarnir af snakki sem voru útrunnir, en ekki bara ein og ein flaska í felum í stórri hillu af gosi.
Nú er ég allavega kominn með furðulega sterkan hausverk allt í einu og drullu illt í maganum. Veit samt ekki hvort það sé meira tilbúið í hausnum á manni við að hafa neytt þetta gamlar vöru eða hvað, en síðast þegar ég lenti í þessu var ég með í maganum í nokkra daga =P ekki gaman það!
En já, við ætlum að fara með börnin út og leyfa þeim að velja sér eitthvað smá nammi í tilefni dagsins (laugardagur = nammidagur).