Húmor á netinu


Var að vafra netið smá og rakst á einn þann mesta húmor sem ég hef lesið á netinu í langann tíma.. Þetta er á spjallborði varðandi HTML/CSS/JavaScript ofl. vefsíðutengdu efni. Upphaflega spurningin var á þá leiðina hvort að það væri hægt að nota taggið til að opna pop-down glugga, þeas. glugga sem opnast án þess að fá fokus. Svarið er það fyndnasta sem ég hef lesið á slíku spjallborði og er svo hljóðandi:

Welcome to Caves of HTML!

You are in a dark cave scattered about with fragments of HTML and graphics. You think you saw a domain name go scuttling along the wall where the light from the entrance just reaches. It’s cold.

? Make pop-under

You can’t do that now.

? Look

You see a bit of javascript on the floor of the cave, shivering in fear while a meta refresh crawls over your shoe.

? Get meta refresh

You pick up the meta refresh. It feels slimy and somehow disconcerting.

? Make pop-under with meta refresh

You can’t do that.

? Get Javascript

It squirms in your hands, trying to get free. You can tell it definitely doesn’t like you.

? Make pop-under with javascript

And item you are carrying prevents you from making a pop-under.

? I

You are carrying: Meta refresh Javascript Common Sense

? Drop Common Sense

You now have no Common Sense

? Make pop-under with javascript

You make a pop-under! Unfortunately, you’re just as in the dark as before.

Er ég bara svona mikill nörd eða er þetta ein mesta snilld sem þú hefur lesið ? Annars er það að frétta að ég er búinn að vera heima með piltinn veikann í dag og hálfann gærdaginn. Ákvað að stytta mér stundir með því að forrita eitthvað, fyrir valinu varð torrent vefur! Jájá, ég veit af öllum hinum kerfunum sem eru í boði, eina kerfið sem er actually þess virði að nota er TBsource en það er bara orðið það skelfilega gamalt að maður þarf að eyða þvílíkum tíma í að uppfæra kóðann og breyta ýmsum hlutum til þess að geta notað það.

Kerfið sem ég er að skrifa er mikið einfaldara, ekkert ratio vesen þar sem þetta er skrifað fyrir ímyndaðan, lokaðann hóp. Allir geta upload’að torrent fælum, trackerinn er daemon á linux/windows og margt fleirra. Öryggisatriðin eru einstaklega einföld, en svínvirka.

Til að gefa dæmi um “öðruvísi pælingu” þá eru td. engin notandainnskráning ;) samt er þetta tengt við notendur.. =) Ég kem með skjáskot af þessu þegar þetta er farið að nálgast lok forritunarinnar eða jafnvel þegar/ef þetta kerfi verður notað. Má vel vera að einhver sem maður þekki hafi áhuga á að nota þetta kerfi einhversstaðar útí hinum stóra heimi ;)

Ef þú hefur hinsvegar áhuga á að prófa kerfið með mér þegar að því kemur, ekki hika við að koma með comment við þessa færslu og ég mun hafa samband við þig =) Öll hjálp er vel þegin!

Læt þetta allavega duga í bili =)