Hræðsla...
Ég er ekki frá því að maður sé orðinn soldið smeykur. Ég hef verið að skoða soldið skóla og nám sem í boði er hér á landi, hugsaði bara: “since everybody else is doing it, why can’t I?”..
En þetta er barasta ekkert það einfalt.. =/ Ég er ekki enn búinn að finna neitt sem ég þykist vita að ég vilji og/eða komist í gegnum með að læra. Maður er nú orðin eldri en maður var þegar maður var síðast í framhaldsskóla, hvað veit ég hvernig lærdómskúrvan er hjá mér núna =/
Jana vinkona vill meina að Keilir sé skref í rétta átt fyrir mig, en það að þurfa að rúnta fram og til baka milli rvk og rnb er eiginlega ekki í boði að mínu mati =P
Svo er það líka spurning um hvernig maður hefur efni á þessu, var að skoða hjá nokkrum skólum og það liggur við að engin önn sé ódýrari en 190.000kr ! =/ that’s a bit steep!