Hittingur
Fékk tilkynningu í pósti núna í vikunni að það væri reunion hjá ‘79 árganginum úr Gaggó Mos núna í apríl. Er að melta hvort maður eigi að fara eða ekki, þekki það fáa sem voru í mínum árgangi þarna, var nottla ekki nema um einn og hálfan vetur í skóla þarna.
Ég er þó enn í sambandi við Kristínu Ástu vinkonu mína (skal vi snakke dansk?), en hún er held ég eina manneskjan sem ég hef verið í einhverju sambandi við. Við strákarnir sem héngum mest saman (ég, Sigursteinn og Krissi) höfum ekkert hist né heyrt í hvor öðrum í .. quite a few years. Væri samt gaman að hitta þá sem maður þekkti þarna, sýna sig og sjá aðra ;)
Annars er það að frétta að sonurinn fékk loksins nafnið í húðina á föður sínum! Fór til Jóns Páls og fékk mér viðbót við armbandið á vinstri úlnliðinum. Bættum meirað segja við verndarstöfum (rúnir) við nöfnin.
Mynd #1 - Mynd #2 - Mynd #3
Soldið óskýrar, tek betri myndir síðar og skelli þeim inn..
Annars er það að frétta af síðunni að ég er loksins farinn að fikta aftur í að bæta við í kerfið hjá mér.. Er búinn að vera massíft upptekinn af evo kerfinu okkar félaga. Búinn að vera að forrita like crazy þar (sbr. síðustu færslu hérna á blogginu).
Mig langar að fá smá feedback, hvernig finnst ykkur að svona lítið gallerý (myndaalbúm) á einkasíðu eigi að virka? Hvaða features ætti maður að forrita í þetta? Mína hugmyndir eins og er eru frekar simple: birta yfirlit / flettisíður yfir myndir (og subdir) sem eru í albúminu, yfirlitið yrði að sjálfsögðu með thumbnail’um. Svo þegar smellt væri á einhverja mynd, þá myndi sú mynd opnast í td. slim-/gray-/blackbox eða álíka *box gaur..