Gamla komið inn


Jæja, tókst að importa gömlu færslunum úr Scribe:CMS kerfinu hjá mér, því miður býður WordPress ekki á að lesa inn comment líka þannig að öll commentin sem voru á gömlu síðunni fylgja ekki með.

En, það er allavega léttir að geta fengið gömlu færslurnar aftur, þó það vanti mögulega myndir og annað slíkt.

Þess má geta að hlekkir, myndir, vídeó og annað slíkt í gömlu færslunum virka ekki. Ég er að pæla í að leyfa því bara að eiga sig í friði. Ég mun hinsvegar henda inn smá vídeó’i og lagi á eftir, til að testa plugin sem ég var að henda inn.. so be warned! =D