Framtíð síðunnar


Ég er að dúlla mér aðeins að leika mér að setja upp síðuna í Fireworks hjá mér, hlustandi á Manic Street Preachers á fullu (sjá meðfylgjandi lag).. Er svo líka að melta með headerinn á útlitinu sem ég er að malla núna, hafa það soldið grunge-legt:

(mynd vantar)

Hvað finnst þér um þetta? Það verður að vísu á dökkum bakgrunni og skugginn deyr ekki svona skyndilega eins og þessu dæmi ;)

Annars er ég búinn að vera að testa á fullu Ubuntu 10.04 alpha þessa dagana og hef bara fundið einn hlut sem ég vona að haldist ekki í endanlegri útgáfu af 10.04.. þeas. þeir fluttu takkana til að loka, minnka og stækka gluggana á efra vinstra hornið frá efra hægra horninu.. Svona eins og er í Mac, nema hvað í Mac er þetta speglað, þeas. að hnapparnir frá vinstri til hægri er: Rauður (loka), Gulur (minnka), Grænn (stækka)… Í alpha útgáfunni af Ubuntu er þetta hinsvegar akkúrat öfugt.. þannig að ég er alltaf að smella á loka þegar ég ætla að stækka og öfugt =P kinda sucks!