Forvitnilegt


Ég var að taka eftir þessari frétt (vísir, mbl) um að tveir gervihnettir hefðu rekist á hvort annan á sporbaug um jörðu og þar er talað um að þetta sé í fyrsta skiptið sem slíkt gerist.. Sem er kolrangt farið með!

Þetta er vissulega í fyrsta skiptið sem það er óplanaður árekstur milli tveggja eða fleirri gervihnatta, en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tveir gervihnettir rekast á. Var nú bara á síðasta ári sem Kína lét tvo hnetti á sínum færum viljandi rekast á hvorn annan vegna rannsókna á hvað væri hægt að gera til að útrýma gervihnöttum, vopnuðum og vísindalegum í “sinni lofthelgi” ef svo mætti að orði komast.

Þá brotnuðu þeir í fleirri en 6000 brot, fjöldi þeirra var því meiri en öll gervitungl sem send hafa verið í loft frá upphafi, og Kína fékk verulegar skammir frá öðrum geimfarandi ríkjum í heiminum fyrir þessa tilraun.

Hvernig veit ég þetta? Jú, það var fjallað um þetta mál td. í einum nýjasta “The Universe” þætti á History Channel um daginn. Titillinn á þættinum er “Edge of Space” og er þar fjallað meðal annars um hve mikið af rusli (en. Space Junk) við höfum skilið eftir okkur í sporbaug um jörðina okkar. Þar er minnst á að það séu ekki færri en 20.000 hlutir sem eru yfir 1″ að stærð. Það er líka til stofnun sem heitir JSPOC (Joint Space Operations Center) sem hefur það sem aðalmarkmið að fylgjast með því rusli sem hægt er að greina í kringum jörðina, ásamt því að fylgjast með smástirnum ofl. sem gæti ógnað lífi á jörðinni. Þeir fylgjast með, dag frá degi, um 18.000 hlutum þar sem geimrusl er í miklum meirihluta, en allir hlutir sem þeir geta fylgst með verða að vera að minnsta kosti 2″ að stærð.

Fyrir áhugasama setti ég inn ca 1:30 brot af þessum þætti inn og má finna þá skrá hér: Kína árekstur gervitungla. (video vantar)

Fyrir þá sem langar að sjá þessa þætti og vera löglegir í því ;) þá vil ég benda á þennan hlekk til að versla nýjustu þættina af The Universe í gegnum iTunes. Serían sem er í gangi núna er sú þriðja, en ég held að það sé einnig hægt að versla eldri seríur þarna líka. Þættirnir eru fáanlegir í HD og SD (Standard Definition).