Flutningar, nýtt æði!


Það vita það allir sem þekkja mig að ég er mikið fyrir gott rokk, en ég verð hreinlega að játa það að mér líður skelfilega illa að hafa ekki kynnst þessari hljómsveit fyrr.. Amon Amarth heita þeir og eru sænskir, fólk flokkar þá undir “víkinga rokk” sem er tóm steypa að mínu mati, þetta er bara klassíska dauða rokkið, textarnir jú fjalla um allt og ekkert sem tengist víkingum, vitnanir í Óðinn, Þór ofl. norræna guði og goð eru algengar í textunum.

Þessi annars ágæta hljómsveit hefur meira að segja komið til landsins skv. Rebbu vinkonu og ég vissi ekkert um þá, hafði aldrei heyrt um þá né í þeim.. líður ömurlega yfir þessu =P

Hérna er allavega textinn sem er sunginn í laginu hér að ofan:

We rode the rivers of the Eastern trail,
Deep in the land of the Rus’.
Following the wind in our sails,
And the rhythm of the oars.
No shelter in this hostile land,
Constantly on guard.
Ready to fight and defend
Our ship ’til the bitter end.

We came under attack,
I received a deadly wound.
A spear was forced into my back
Still I fought on.

When I am dead,
Lay me in a mound.
Raise a stone for all to see
Runes carved to my memory

Now here I lay on the river bank
A long, long way from home
Life is pouring out of me
Soon I will be gone.

I tilt my head to the side
And think of those back home
I see the river rushing by
Like blood runs from my wound.

Here I lie on wet sand,
I will not make it home.
I clinch my sword in my hand,
Say farewell to those I love.

When I am dead,
Lay me in a mound.
Place my weapons by my side
For the journey to Hall up high
When I am dead,
Lay me in a mound.
Raise a stone for all to see
Runes carved to my memory

Mér finnst þessi texti vera afbragð, óháð því að þetta sé dauðarokk og allt það. Hann bara snertir við einhverju í mér. Ætli það sé ekki “gamli íslendingurinn” í mér? hehe

Annars er það að frétta að við erum flutt, komin í Grafarvogin í stærra húsnæði og fáum meðleigjanda með okkur. Hemmi karl býr núna með okkur. En stærsta breytingin er sú að börnin fá núna sitt hvort herbergið, sem hefur ekkert nema GOTT gert á þessu heimili. Þeim líður mikið betur núna, fá sitt dót í friði í sínu herbergi. Vissulega líta þau í heimsókn til hvors annars, en það er þó sjaldnar en ekki sem það gerist.

Læt annars meira í mér heyrast fljótlega, er að vinna upp tapaðan tíma eftir flutningana hérna ;)