Feginn, fegnari, fegnastur!


Nú í síðustu viku hrundi hjá mér þjónninn sem ma. hýsir þennan vef, þeas. diskurinn sem innihélt MySQL grunnana og póstinn var allt í einu hlaðinn bad sectors, virkaði fínt meðan vélin var í gangi en sökum þess að það þurfti að slökkva á vélinni um stund þá þurrkaðist index’inn út á disknum.

Svo til að toppa allt þá virkaði ekki afritunarscriptan sem ég forritaði og testaði ítrekað í VMWare vél hjá mér, þannig að ég sat eftir með sárt ennið að reyna að redda gögnunum af þessum handónýta disk.. 184 bad sector’ar voru á blá byrjun þeirrar disksneiðar sem gögnin voru á og því var indexinn og eitthvað af journal inode’unum farnar.. Virkaði ekkert að reyna að mount’a né keyra fsck á diskinn, ekki hægt að laga sökum þess að endalausar I/O villu meldingar birtust og forrit eftir forrit dó við að reyna að bjarga gögnunum.

Ég reyndi dd ofl forrit.. ég var búin að láta vélina malla með ýmsan hugbúnað í 3 sólarhringa, þar til ég gafst upp og var komin á Google enn eina ferðina og viti menn, þar rakst ég á litla færslu í bloggi hjá einhverjum austurlandabúa sem skrifaði um lítið tól sem hann hefði notað (eða skrifað?) sem héti dd_rescue. Það væri byggt á dd en það hreinlega hoppaði yfir slæmu partana, en einbeitti sér ekki að þeim líkt og önnur forrit. Ég prófaði að keyra þetta og dumpa output’inu í dump.img skrá og viti menn, 3 klst síðar átti ég 180GB IMG skjal sem var nákvæmt afrit af disknum, nema þetta afrit gat ég keyrt fsck á og mountað svo via loopback og sótt öll gögnin óskemmd!

Moral of the story:

  1. Alltaf tryggja að backup sé í gangi
  2. dd_rescue er ÓMISSANDI tól!

Vona að þetta útskýri blackout’ið hérna og á mörgum öðrum síðum ;) Ég er að vinna í að reyna að koma öllu upp aftur.