Facebook og þemur
Það er nú ekki það langt síðan að ég ákvað að auka “öryggi” aðgangsins sem ég er með á Facebook með að virkja SSL (https) í stillingunum mínum á vefnum, en ég hef orðið var við eitt skelfilegt vesen eftir það með Facebook.. Ég er endalaust að fá neðanverðan villuskjá..
(mynd vantar)
Mér þykir þetta einstaklega leiðinlegt að vegna “vandamáls á Facebook síðunni” sé aðgangur minn sífellt úti. Frá því að ég “uppfærði öryggi” á aðganginum mínum þá hef ég verið að lenda í þessu nánast einu sinni á dag. Og þá er aðgangurinn minn ónothæfur í allavega 15-30 mín í hvert skipti.
Ástæðan af hverju ég set gæsalappir utan um öryggi hér að ofan er nú sú að þó maður sé farinn að nota SSL við samskipti við Facebook sjálft er svo skelfilega mikið af efni í tengslum við vefinn sem er hýst á öðrum lénum en facebook.com sjálfu og oft á tíðum eru samskipti við þau lén ekki í gegnum SSL dulkóðað samband. Og þar fellur þetta nánast um sig sjálft.. Ef að öll samskipti við vefinn eru ekki dulkóðuð meikar það varla sense að vera með þetta virkjað á annað borð..
Annars fyrir nördann í mér þá fann ég mér skelfilega sætan GTK þemu pakka til að nota í Ubuntu, Equinox Evolution heitir hann og er í allavega fjórum blæbrigðum. Ég er með skjáskot af einu þeirra hér til hliðar, en þess má geta að sá sem hannaði þennan þemupakka er sá sami og stendur á bak við Faenza icon pakkann sem sést líka á skjáskotinu. Til að toppa allt setti ég einnig upp nýja leturgerð hjá mér sem ber nafnið Lato og er Open Source letur. Mér þykir sú leturgerð vera einstaklega falleg og fellur vel inn í umhverfið sem ég er búin að búa til í Ubuntu hjá mér.
Ef þú hefur áhuga á að setja upp Equinox Evolution á einfaldan máta á Ubuntu geturðu gert það með eftirfarandi skipunum:
sudo add-apt-repository ppa:tiheum/equinox
sudo apt-get update
sudo apt-get install gtk2-engines-equinox
sudo apt-get install equinox-theme
Svo til að henda inn icon pakkanum þarf að keyra eftirfarandi skipun
sudo apt-get install faenza-icon-theme
Þegar þetta er komið inn getur þú svo sett inn leturgerðina sem ég minntist á hér að ofan ef þig langar að hafa nánast sama útlit og ég ;D