Eitt video


Áður en ég hlekkja á vídeó’ið sem mig langar að sýna ykkur, smá saga.

Málið er að þetta vídeó var tekið upp á Alicante þegar fyrri hópurinn fór út vegna árshátíðar Vodafone núna í maí. Þetta vídeó er tekið annað kvöldið okkar úti, sumir eru enn fullir frá föstudeginum (daginn sem við lentum) aðrir eru að hita sig upp fyrir árshátíðarkvöldið sjálft (sem þetta vídeó er frá).

Ég vippaði upp símanum og byrjaði að taka vídeó af Skara og Svavari, þeir reyndar héldu að ég væri að fara að taka mynd af þeim en ekki vídeó, þannig að þeir stilltu sér upp.. ;) ég var ekkert að flýta mér að segja þeim frá því að ég væri að taka upp vídeó samt ;D

Hlekkurinn á vídeó’ið er hérna.

Ég hef annars tekið ákvörðun að vera ekkert að setja inn eins mikið af vídeó’um á bloggið og ég hef gert hingað til, laggar síðuna og þeir sem vilja skoða vídeó’ið geta frekar smellt á hlekk til að opna vídeó’ið í nýjum glugga ;) Má vel vera að ég græji einhvern pop-up frekar sem spilar bara vídeó og noti hann í blogginu.. jafnvel þægilegra en að load’a heilli síðu (td. youtube.com) til að skoða eitt lousy vídeó ;D

On another note .. þá held ég að ég hafi aldrei verið jafn duglegur við að blogga.. gæti vel verið að maður sé með eitthvað complex innst inni yfir því að blogga ekkert aðra hvora viku þannig séð, þegar ég er að vinna í Securitas. Who knows..

Eitt comment varðandi broskallana mína (já Jana.. nú lít ég í þína átt!), fékk comment í gær að ég væri sá eini sem notaði gömlu góðu broskallana (td. =), ;D og ;) ).. Fékk reyndar ekki upp úr henni hvort það væri gott eða slæmt.. en ég lifi sáttur með þá |-)

En já.. læt þetta duga í bili! Ciao!