Ein pæling


Hvernig má það vera að fyrirtæki má skrá númer úr númerarunu sem tilheyrir fyrirtækinu, á starfsmann, komið því þannig í kring að allt upp að X upphæð greiðist af fyrirtækinu en allt yfir því skal rukkað til starfsmannsins. Þegar ég má ekki einu sinni panta ADSL eða neitt annað fyrir hönd eiginkonu minnar ? Er þetta löglegt ? Hvað finnst þér ?

Ég hef lent í þessu sjálfur á fleirri en einum vinnustað og alltaf finnst mér þetta vekja smá spurningu um hvort þetta sé leyfilegt..

Annars er það að frétta að ég er loksins búinn að ákveða hvaða hjól ég ætla að fjárfesta í þegar að því kemur.

Alt text Kawasaki Vulcan 900cc ;D Fínt byrjandahjól, ekkert of kraftmikið en samt nógu öflugt til að burðast með feita gamla mig ;) Er annars búinn að bæta dóti í óskalistann minn hérna á síðunni, eitthvað af móturhjóladóti og er líka að bæta við meira af og til.

Ætla annars að fara og skipta um bleyju á stráknum, pilturinn var að enda við að rölta til mín og benda á að hann vildi nýja bleyju ;)