Ég kýs


Að kjósa ekki, það er minn réttur þegar öllu er á botninn hvolft ekki satt?

Ég gjörsamlega hata þegar kosningar eru þar sem ég fæ hreinlega ekki frið fyrir fólki sem vill endilega segja mér að þetta sé best, eða hitt, eða þetta þriðja.. fólk að segja að ég VERÐI að nýta mér minn rétt til að kjósa og blablabla.

Til samlíkingar við hversu mikið ég er inni í pólitík er eflaust hægt að segja að ég er það “mikið” inni í henni (lest kældhæðnin í þessu rétt?) og þú ert eflaust inni í því að vita um alla parta LHC, hvar þeir eru og hvað þeir gera.. Ég fylgist ekkert með neinu sem viðkemur pólitík, ef eitthvað kemur í fréttunum um þetta þá kúpla ég hausinn á mér út.. Ég hata pólitík, it’s just that simple.

Ég hef ekki áhuga á að koma mér inn í kerfi sem hreinlega virkar ekki! Það er og mun alltaf vera spilling, það eru og munu alltaf vera svikarar og lygarar. Og vitiði, þeir pólitíkusar sem falla í þá hópa eru of margir til að eitt bölvað atkvæði geri nokkurt gagn! Mér er alveg sama hvaða rök fólk kemur með, þau eiga hreinlega ekki við mig!

Segjum td. að ég láti undan og kjósi eitthvað, hvernig á ég að gera upp minn hug varðandi þetta allt, þegar ég veit EKKERT um NEITT sem viðkemur pólitík ? Ég get eflaust ekki nefnt nema 2-3 flokka, ég hef ekki hugmynd um hver er í hvaða flokk.. Ég hef heldur ekki hugmynd um hvað hvaða flokkur stendur fyrir og hver stefna hans er.. Ef ég myndi kjósa væri ég mögulega að gera meira illt en gott. Fólk hlýtur að sjá það =)

Pólitík = rusl = it will never work.. Sama hvað hver lofar þá virðumst við alltaf vera einu skrefi aftar en við vorum þegar öllu er á botninn hvolft.

Eitt atkvæði gerir ekki boffs, að skila auðu er það SAMA og að kjósa ekki.. það eina sem að skila auðu hefur áhrif á mér vitandi eru tölurnar sem kosningavökurnar tuða um allt kvöldið.. X margir skiluðu auðu..

Ég segi nákvæmlega það sama með því að sitja heima og gera eitthvað annað, og að keyra á kosningastaðinn og skila auðu.. nema það að ég spara mér tíma sem ég gæti annars nýtt í eitthvað annað gagnlegt fyrir mig og mína fjölskyldu og ég spara mér bensínið í leiðinni =)

Þetta er allavega mín skoðun á málunum =)

Flame away!