Eðlileg vinnubrögð?


Nú dag kl 9:32 lendum við í því hérna heima að netið dettur út, sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema hvað að heimasíminn dettur líka út.. Engin sónn eða neitt. Fyrir utan er bíll frá Mílu að vinna í Ljósneti Símans (ættu þeir að vera að því?) og það stökk strax upp í fyrsta sætið yfir mögulegar ástæður þess að allt væri úti, þegar ég horfi útum þakgluggann sé ég klárlega að hann er með stórt hnippi af símalínum í höndunum. Ég ákvað því að láta frúnna tékka fyrst hjá Vodafone hvort það væri ekki örugglega allt í orden þar, sem og var. Þannig að ég hringi í Mílu til að fá upplýsingar þaðan hvað sé í gangi. Þar vill kerlingin sem svarar símanum ekkert meina að neitt sé í gangi sem tengist símalögnum eða neitt.. Hún hringir í einhvern tæknimann sem svarar henni og segir hreint út að það sé ekkert verið að vinna í símalögnum og hvað eina.. sem hún segir mér, ég bendi þá á að ég stari á manninn og hann sé með þetta hnippi í höndunum, ég hafi sjálfur unnið með slíkar lagnir þannig að ég viti alveg að það sé víst verið að vinna með þetta, ég vilji fá svör um þetta og ástæðu fyrir því að maður fær enga aðvörun, fyrirvara eða neitt ef um einhverja viðgerð er að ræða. Þá reynir hún að hringja aftur í einhvern sem lætur hana bara sitja á bið og á endanum segir hún mér alveg það sama og áður, það sé ekki verið að vinna í neinum símalögnum á þessum stað og því sé þetta eitthvað hjá Vodafone en ekki þeim. Ég eigi að snúa mér þangað, þrátt fyrir þær upplýsingar að ég sé þegar búinn að athuga þar.

Ég enda með því að rölta út og horfi ofan í gryfjuna hjá greyið manninum hérna úti, þá var jú planið að vinna í ljósnetinu en við uppgröftinn eða eitthvað kom eitthvað fyrir “múffuna” og því sé hreinlega búið að aftengja alla götuna takk fyrir..

Hvernig má vera að þetta sé normið ? Ég hringi í fyrirtækið sem er að vinna í lögnunum hérna úti og engin veit neitt.. ég tala við manninn þar úti og hann játar þetta klárt og simple..

Ég hélt að ef það væri verið að fara að vinna í þessum grunnlögnum, hita, rafmagni eða jarðlínu (síma) þá YRÐI að tilkynna það ? Það er ekki eins og þetta hafi bara gerst áðan .. netið og síminn virkaði fínt þar til hann klippti á þetta hérna hjá okkur.. Þar að auki var það fyrir helgi sem grafan var hérna og gerði þessa holu í jörðina, ekki í morgun.

Fyrst það líður svona langur tími frá því að þetta var grafið og að þessi “múffa” skemmdist, hafði Míla þá ekki nægan tíma til að láta vita í hverfinu með þetta ? Og í versta falli, ef þetta uppgötvaðist bara áðan þegar hann hefur ætlað að fara að vinna í þessu Ljósneti Símans, þá hefði hann ekkert átt að aftengja nokkurn skapaðan hlut án þess að láta vita af sér, að lágmarki til þess fyrirtækis sem hann er að vinna fyrir hérna í götunni!

Mér fannst annars guttinn hérna úti á Mílu bílnum en í Síminn kuldagallanum vera mikið liðlegri en kerlingin á skiptiborðinu hjá Mílu.. Pirrar mig samt skelfilega að þetta sé “normið” að flæði upplýsinga hjá fyrirtækjum sé svona ábótavant og að ef það er skylda að tilkynna viðgerðir fyrirfram að það sé ekki gert.