Debian + NetAtalk = himnaríki!


Ég hef lengi vel notast við samba og nfs fyrir þá clienta sem ég hef verið að nota, þar sem ég hef mest megnis verið að nota Windows og Linux vélar. Vandamálið við samba er að það er oftast nær frekar hægvirkt og leiðinlegt. Virkar lala ef maður er að nota Windows vél en betur ef maður setur upp Active Directory á netinu. Sem er ekki bjóðandi að mínu mati, finnst allt vera svo leiðinlegt og stirrt þegar maður notar slíkt.

Eftir að ég fékk mér Apple vélar þá hef ég aðallega notað NFS, en það er samt bögg ef að netið er tæpt/flökktandi. Ég hef notað AFP milli iMac og Macbook vélanna og það hefur virkað glæsilega þrátt fyrir borky þráðlaust net og annað eins.

Þannig að ég ákvað að testa að setja upp NetAtalk á Debian þjóninum hjá mér, þar sem það býður mér upp á að deila drifum yfir networkið með AFP.

Útaf leyfarugli varðandi OpenSSL og Debian þá er netatalk ekki uppsett með ssl supporti á Debian, til að fá það inn þarf að fara smá flækju, þar sem Mac OS X Leopard (Mac OS 10.5) vill ekki leyfa þér að tengjast nema með authentication í gegnum SSL dulkóðað samband.

Til að koma upp netatalk á debian þurfti ég fyrst að setja nokkur dependancy inn áður:

apt-get install devscripts fakeroot libssl-dev cracklib2-dev
apt-get build-dep netatalk

Næst bjó ég til tómt dir til að setja inn source’ann af netatalk og sótti hann þar inní.

mkdir ~/netatalk-src
cd ~/netatalk-src
apt-get source netatalk

Svo þarf að fara inn í source’an og keyra eftirfarandi skipanir til að búa til .deb fæl til að notast við í installi með SSL supporti.

cd netatalk-2.0.3
DEB_BUILD_OPTIONS=ssl debuild
dpkg -i ../netatalk*.deb

Í lokin á debuild’inu (önnur lína í klausunni að ofan) kemur villa varðandi gpg, það er alveg óhætt að hunsa hana samt. Þegar installið er að ræsa fyrst NetAtalk þjónusturnar tók það heila eilífð og endað svo á villu en það var allt í góðu. Fór á stúfana og kannaði hvaða skrár og þjónustur væri verið að nota/ræsa og komst að því að það var tonn af dóti sem ég þurfti ekkert á að halda í bili, svo að ég afvirkjaði allar nema tvær. Til að gera þetta, þurfti ég að edita /etc/default/netatalk og breyta þar neðanverðri klausu þannig að hún yrði svona eins og ég set hana hérna inn:

# Set which daemons to run (papd is dependent upon atalkd):

ATALKD_RUN=no
PAPD_RUN=no
CNID_METAD_RUN=no
AFPD_RUN=yes
TIMELORD_RUN=no
A2BOOT_RUN=no

Eftir þetta var nóg að restarta init scriptunni til að fá allt í gang.

/etc/init.d/netatalk restart

Þrátt fyrir að allt væri komið í gang og virkaði sem skyldi náði ég hinsvegar ekki að tengjast við þjóninn hjá mér, fattaði þá náttúrulega að ég átti eftir að skilgreina hverju ég ætlaði að deila af vélinni via AFP, var reyndar byrjaður að leita á google.com, hvort það væri eitthvað meira sem ég yrði að gera, sem var svo líka reyndin.

Fyrst samt stillti ég nýtt share til að deila, það er gert í /etc/netatalk/AppleVolumes.default og þurfti bara að bæta við:

/mnt/massi/       “Massi LVM”

Semsagt, path að dir’inu sem á að share’a ásamt titli sem birtist. Um leið og þetta var komið þá gat ég tengst við share’ið á vélinni af báðum Apple vélunum mínum með því að ýta á slaufa + k í Finder og slá þar í formið: afp://servernafnið/ Við það poppaði upp gluggi sem sýndi mér þau share sem í boði voru á vélinni og ég náði að tengjast þeim ekkert mál.

Vona að fleirri njóti þessa ef þeir eru á annað borð með Apple og Linux vél á sama LAN’i.