Árið 2021 - Yfirlit


Jæja, þá er komið nýtt ár og það er best að líta um öxl og skoða hvað gerðist á því gamla. Eins, þá ætla ég að ksirfa meira en ég hef verið að gera. Þetta síðastliðið ár var skrítið ár, enn skrítnara en árið 2020 (eins slæmt og það þá var).

Í þessari færslu langar mig að fara yfir hvað gerðist 2021, bæði persónulega og atvinnulega séð. Auk þess ætla ég að þorfa að spá í hvað árið 2022 býður mér upp á, þar með talið hluti sem mig langar að gera, læra og búa til

Ljósmyndun

Á þessu ári hef ég ekki verið að sinna neitt rosalega mikið af ljósmyndaverkefnum miðað við árin áður. Vegna Covid-19 þá ákváðum við að loka stúdíóinu fyrir viðskiptavinum og gestum árið 2020 þar sem við vildum vera partur af lausniinni en ekki vandamálinu varðandi C19. Einu myndatökurnar sem ég sinnti í ár voru milli sóttkvía var þegar við fórum á Grundarfjörð á Snæfellsnesi til að mynda dóttur náins vinar míns þegar hún fermdist. Við tókum með okkur stúdíó búnaðinn okkar og ljós með í bílnum þannig að við gætum sett up pop-up stúdíó í stofunni hjá þeim. Með þessari útfærslu og þessu pop-up stúdíói náði ég að taka þrjár myndatökur af fermingarbörnum í bænum þessa helgi.

Annað en það þá hefur þetta ár verið alger frat, ég hef ekki tekið nein borguð verkefni og ég hef ekki verið að ferðast neitt að ráði eins og á árunum áður. Frekar leiðinlega ár ljósmyndunarlega séð.

Forritun

Í forritun hef ég tekið stökk fram á við í leit minni til að endurheimta aftur fyrri hæfileika og að bæta við meiru í forðabúrið í kollinum á mér. Ég hef mikin bakrunn í forritun með PHP4/5 frá því þegar ég var það sem kallast í dag “full stack developer”, en þar sem ég hef ekki unnið við neitt slíkt í svo langan tíma þá hafa hæfileikar mínir orðið eftir í fortíðinni og lítið þróast með árunum. Maður þarf að viðhalda þekkingunni og með því að hafa ekkert að forrita þá bara gleymist (tímabundið) þekkingin. En í þessari leit minni að meiri þekkingu þá er ég byrjaður að fikta í Swift, Flutter, Python, PHP8, JavaScript og Circuit Python. Þetta er allt í tengslum við smærri og stærri verkefni sem ég er að vinna í sjálfur persónulega.

Hlutir sem tengjast RaspberryPi hafa klárlega haldið einhverjum parti forritunar heilans míns í gangi þar sem þar notar maður Python og Circuit Python, sem ég hef notað í allskonar verkefnum eins og:

  • Lítil veður stöð með smátölvu (ESP32-S3), ásamt skjá sem birtir hitastig, rakastig og loftþrýsting.
  • Raspberry Pi 4 tölva með 4″ snertiskjá þar sem ég skrái bæði GPS gögn í skrá og gagnagrunn, ásamt því að birta kort af nákvæmri staðstetningu. Mun að öllum líkindum setja verkefniða á Github árið 2022.
  • v0xb0x: Raspberry Pi Zero W sem verður hægt að nota í, til að mynda, tveimur aðstæðum:
    • Sem sjóræningjabox ef svo mætti að orði komast, þar sem Pi tölvan er notuð sem þráðlaus hnútpunktur með dulkóðaðri tengingu þannig að notendur geta tengst og sýslað með gögn, skjöl og fleirra. Gott td. við mótmæli eða samkomur þar sem fólk þarf að koma gögnum örugglega á milli sín án þess að vekja eftirtekt.
    • Sem partur af víðnetskerfi þar sem neyðarstarfsfólk getur myndað þráðlaust netkerfi þar sem þau eru fyrir ýmsan hugbúnað og samskiptaforrit þannig að hægt sé að tala saman þegar önnur netkerfi eru niðri. Getur flutt gögn á milli tækja á 72Mbps sem virðist vera hámarkið sem Raspberry Pi Zero W býður upp á. Það styður 802.11n, en ekki á hraðari hraða en 72Mbps af því sem ég hef prófað.

Í snjalltækja hlutum þá hef ég verið að að fikta og prófa mig áfram með nokkur verk sem ég ætla að klára árið 2022. Þessir verk eru meðal annars:

  • Stefnumótakerfi sem bannar engan á meðan það er löglegt, leyfir kink fólk, pör og poly fólk. Þar sem markir hafa verið bannaðir á stærri öppunum eins og Tinder fyrir að vera með aðgang sem pör. Kink fólkið er reglulega bannað fyrir að nota einfaldlega viss orð sem í daglegu tali þættu nú ekki svæsin. Þanni gað mig langar að búa til vinsamlegan stað þar sem allir finna sér heimili og nær að mynda samband við aðra eins og þá.
  • Forrit sem virkar álíka og Instagram, en annað en Instagram þá mega vera 18 ára plús aðgangar (18+) sem birtast bara fyrir þá sem hafa staðfest aldur sinn, engin geirvörtu Photoshop fix eða neitt af því. Og þar að auki verður allt í réttri tímaröð, ekkert algorithmískt bull eins og Meta (áður Facebook) hafa notap og eyðilagt allt sem þeir snerta.

Ég er með fleirri hugmyndir af forritun / kerfum sem ég ætla að halda fyrir sjálfann mig núna, en með þessum forritum vil ég líka búa til API þannig að hægt sé auðveldlega að tala við þjóninn.

Ég fékk einnig 6 mánaðar ráðningarsamning við stórt non-profit fyrirtæki hér á Íslandi þar sem ég mun setja upp vefverslun á nýju léni, laga og nútímavæða annað lén sem hefur verið í loftinu í langan tíma. Ég verð líka að vinna í tveimur öðrum hlutum sem eru mjög mikilvægir rekstri þeirra og afköstum í hverjum mánuði til að aðstoða fólk hér á Íslandi. Enn sem komið hef ég unnið hjá þeim í 3 mánuði og mun vinna hjá þeim fram til lok mars samkvæmt núverandi samningi. Ég er að vona að þetta sé upphafið af einhverju sem mun verða að langvarandi hlut og að ég geti unnið hjá þeim í fræmtíðinni því ég elska hvað þau eru að gera og ég vil styðja vði og hjálpa þeim að vaxa, dafna og aðstoða enn fleira fólk.

Persónulega hliðin

Þetta ár er búið að vera einstaklega erfitt andlega. Mest allan tímann var ég í veseni með lyfin mín, sem þýðir allskonar vesen. Ég var látinn tvöfalda skammtinn minn á seinni hluta ársisn en það hjálpaði eitthvað. En ég gæti þurft að fara að skoða önnur lyf og það hræðir líftóruna úr mér! Af hverju? Jú þar sem ég fæ svo svakaleg fráhvarfseinkenni af lyfinu sem ég er á ef ég missi út einn skammt. Jafnvel bara ef ég gleymi að taka lyfið kl 7 og tek það í staðinn nær hádegi. Sem þýðir að ég verð í massívu veseni í viku eða tvær meðan ég venst af því lyfi og fer inn á annað. En ég get bara vonað og látið mig dreyma að önnur lyf verði ekki eins slæm eða verri varðandi fráhvarfseinkenni! En þetta er allt í lagi ef ég finn lyf sem virkar betur fyrir mig og ég verð enn betri.

Vegna C19 þá gat ég ekki haft yngra barnið hjá mér um jólin í fyrra og þá voru þetta næstum 2 ár síðan við hittumst síðst. En þeir komu núna um jólin! Þeir komu 17 desember og það leið næstum yfir mig þegar ég sá þá! Þeir eur orðnir hærri en ég þannig að nú er það ég sem þarf að líta upp til þeirra en ekki þeir upp til mín ;)

Og fyrst þeir voru hér, þá ákváðum við Sunna að halda óformlegt brúðkaup hérna heima. Við vildum upphaflega gera þetta jólin áður en þar sem barnið mitt gat ekki verið með okkur þá ákváðum við að fresta því. En þeir voru hér núna og við náðum að setja allt saman á um 5 dögum. Þetta var einstaklega smá athöfn hérna heima, við vorum 8 manns í heildina, og já þá er ég að telja með goðann sem gaf okkur saman

Þannig að árið endaði allavega með hamingju, ást og gleði!