andvarp
Ég veit ekki hvernig mér á að líða núna, í gær fengum við Kristín fréttir sem ég ætla ekkert útí hverjar voru, en þær hafa áhrif á okkur um ókomna framtíð.
Þar til börnin fæddust, hafði ég í raun aldrei pælt neitt svaðalega í framtíðinni. Jú, maður átti sér drauma og væntingar en það náði ekkert lengra en það, að dreyma um eitthvað. Svo þegar börnin voru komin þá fór maður að skipuleggja hitt og þetta, ákveða hvar skyldi búa og allt slíkt. Passa sig á þessu, ná hinu og svo framvegis.
Eftir gærdaginn þá hreinlega veit ég ekki hver stefna okkar verður héðan í frá, maður liggur einhvern vegin í dái núna andlega, veit ekkert hvar á að byrja eða hvar við endum. Hvað þá hvenær ..
Ég er búin að vera að reyna að halda mér uppteknum og finna hluti til að gera, en þetta er alltaf þarna í hausnum á manni, þetta er af þeirri stærðargráðu að ég kemst ekki upp með það að reyna að filtera þetta út.
Ég vil samt taka undir það sem Kristín sagði í færslunni sinni í gær, að ég er ótrúlega þakklátur fyrir fjölskylduna, vinina og aðra sem hafa staðið með manni í gegnum árin. Maður áttar sig ekkert á því hversu mikilvægt annað fólk getur verið fyrr en of seint í flestum tilvikum.
Ég geri mér klárlega grein fyrir því hvernig þetta allt hljómar, en það verður gefið upp síðar hvað er nákvæmlega í gangi hérna.