Android vesen


Ég, eins og svo margir aðrir, er með Android síma. Sem er ekki frá sögu færandi nema hvað að ég hef verið að lenda í töluverðu veseni með símann núna upp á síðkastið með að ýmis forrit frjósa þegar ég ætlaði að nota það.

Eftir smá leit á netinu komst ég að því að þetta er víst bara nokkuð algengt vandamál útum allan heim síðan í Júní á þessu ári, orsökin er sögð vera margir hlutir en engin af þeim tengdur þeim næsta.

Ég fór svo að skoða loggana á símanum mínum og fikta í hinu og þessu og sé þá að það sem er að valda þessum vanda hjá mér er uppfærsla á Google Maps forritinu sem er nýverið búin að renna inn á símann hjá mér. Eitthvað í henni gerir það að völdum að ég gat td. ekki bætt við widgets (smáforritum) á skjáborðið hjá mér og sumir skjáir undir stillingum hreinlega dóu þegar ég ætlaði að nota þá.

Lausnin við þessu er ekki að vera svo dramatískur að stilla símann á “Factory Defaults” heldur bara að taka út þessa uppfærslu af Google Maps, ég þurfti ekki einu sinni að endurræsa símann.

Þannig að, ef þú ert að lenda í þessari eða svipaðri villu, þá gætirðu prófað að taka út uppfærsluna fyrir Google Maps og prófa aftur. Ég sjálfur gerði óvirka sjálfvirku uppfærsluna á Google Maps til að ég gæti svo bara uppfært þetta sjálfur síðar til að sjá hvort sé búið að laga þetta eða ekki =)