Álag
(mynd vantar) Var að virða fyrir mér fyrr í kvöld skrítið álag sem ég sá í cacti hjá mér á einum þjóninum hjá mér.. Fann ekkert óeðlilegt í gangi, tékkaði manually á rootkit’um ofl á þjóninum og fann ekkert. Fór svo að skoða nákvæmlega hvað var að taka svona mikið af örranum og sá strax þá að þetta var apache2 og mysql, tékkaði þá á loggunum og athugaði stærðir á logfælum, þá kom í ljós að eitt gallerý’ið á gallery.dip.is var undir spam árás!
Álagið á vélinni sjálfri var komið yfir 10 skv uptime og top.
Allavega, fór að tail’a loggin og komst að því að þetta var í þokkabót gallery2 myndaalbúm sem var að fá svona mikið á sig. Hundleiðinlegt að reyna að finna út hvernig er hægt að hindra að fólk/bottar geti ekki skilið eftir comment, eftir smá tuð og vesen fann ég loksins útúr því, það var víst bara að afvirkja comment plugin’ið í gallery2.
Nú er ég búinn að afvirkja commentin, load’ið og CPU notkunin er komin vel niður og ég get því farið að anda léttar.. Ég samt verð að játa það enn eina ferðina að ég fucking HATA spam botta..
Fór smá yfirferð yfir SQL’inn með PHPMyAdmin og sá þar að það voru komin yfir 215.000 comment á síðustu dögum. Fór aðeins meira á stúfana og athugaði hverju væri verið að spamma, það voru jú hlekkir í þessu í BBCode stíl ([url=…]urlið[/url]) en þau url sem voru þarna voru ekki að benda á raunverulega hosta..!
Hvað er pointið í að spamma ef þú ert ekki einu sinni að spamma einhverjum hlekkjum sem er verið að reyna að selja þér eitthvað, smita þig af einhverjum óþverra (Im looking at you Windows machines!) eða álíka?
Heyrði nú einhversstaðar að spammarar væru að reyna að bulla random rusl til að rugla spam varnir þannig að statusinn yrði í raun núllaður varðandi þau orð/hlekki sem einkenna spam póst. En það meikar samt ekki sense þegar það EINA sem ég verð var við eru einmitt þessir non-content póstar / spam þræðir.. Hef ekki séð “eðlilegan” spam póst í nokkur ár held ég..
Annars er ég að melta að fara að hrinda einu í gang fljótlega, þegar ég er búinn að skila af mér tveimur borgandi verkefnum.. Málið er að mér líður ömurlega að vita af ástandinu sem er í landinu og langar að leggja mitt af mörkum til að gera eitthvað til að reyna að vinna á móti því sem margir eru að upplifa í dag..
En.. meira um það síðar ;D