Áframhaldandi þróun á Scribe


Jæja.. Ég er búinn að taka þá ákvörðun að halda áfram að þróa Scribe jeij =D

Kerfinu skipti ég í fjóra parta en þeir verða:

  • Scribe:CMS
  • Scribe:Blog
  • Scribe:Commerce
  • Scribe:CRM

Ástæða fyrir þessu er sú að ég er með nokkra kúnna sem eru búnir að biðja um vefverslunarkerfi sem er einfalt, ég prófaði fyrst að setja upp Magento kerfið (dæmi) til að sýna þeim hvernig kerfi væri hægt að hafa allt og ekkert í einu ready made kerfi en flestir (ef ekki allir) vildu eitthvað einfalt sem bara virkaði. Magento er rosalega flott og vel skrifað kerfi, open source og kostar því ekki baun. En það er ögn flókið fyrir marga að læra á það. Svo er ekki eins einfalt að þema það og þeir gefa upp.

Fyrsta Scribe kerfið sem verður klárað verður því Scribe:Commerce (vefverslunarkerfið). Næst á listanum er líklegast Scribe:CRM fyrir okkur til að notast við innanhús til að halda utan um kúnna, verk og slíkt. Verður í raun ekki real CRM kerfi þannig séð, ekki í þeim tilgangi sem Microsoft CRM er notað td. En það verður meira sniðið að þeirri þörf að halda utan um ma.

  • Kúnnar: Upplýsingar um kúnna, póst, stillingar og annað eins
  • Verk: Hin ýmsu verk sem við vinnum fyrir fólk útí bæ.
  • Reikningar: Hægt að prenta út reikningsyfirlit til að nota með DK/Navision ofl. kerfum (sem fylgiskjöl)
  • Tímaskráningar: Skrá niður hvað var gert í hvaða verki, hversu mikinn tíma það tók og slíkt.

Þetta eru allavega helstu partar sem ég hef sett á blað sjálfur. Má vel vera að það bætist meira við, jafn vel að maður græji mobile client fyrir þetta upp á tímaskráningar í verk. Væri hægt að nota þann client td. í símum og fartölvum. Spurning samt um að gera clientinn helst í einu tungumáli sem virkar þá á öllum stýrikerfum (which will be hard!).

Scribe:Blog mætir svo líklegast afgangi, þar sem það eru fæstir sem þurfa á blogkerfi á að halda. Má líka vel vera að það kerfi verði aldrei til. Sjáum allavega til bara ;D