3G pungur
Það er nú ekki oft sem ég hef talað um Windows, hvað þá að skrifa einhvern how-to fyrir það, en allt er einhvern tímann fyrst.
Ég er með nýlega vél með Windows 7 á og ég ákvað að leyfa því að vera fyrst það var nú löglegt og fylgdi vélinni, so far er ekkert búið að bögga mig að ráði nema þetta klassíska Windows vesen í tengslum við vírusvarnir og annað eins til að vernda það.
En svo kom að því að ég myndi lenda á einhverjum vegg, málið er að ég er með 3G pung frá Vodafone, framleiddan af Huawei. Hingað til hef ég ekki lentí neinu veseni enda notað hann á OSX og Linux og þar hafði stuðningur við punginn verið “innbyggt” í þeim tólum sem komu með kerfinu.. Windows XP hinsvegar hafið ég testað einu sinni á pungnum og tókst það með hugbúnaðinum sem fylgdi með á innbyggða FLASH kubbnum í 3G pungnum, en eftir smá vesen samt.
Hvað með það, á Windows 7 gengur fínt að setja upp hugbúnaðinn sem fylgir á innbyggða minninu á pungnum en sá hugbúnaður vill hinsvegar ekki ræsa sig, skiljanlega því þetta var upphaflega forritað fyrir soldið eldra kerfi (XP), svo ég ákvað að fara á netið og finna mér nýrri útgáfu, en það var ögn “flókið” þar sem hugbúnaðurinn heitir allt annað í dag en þá, en á endanum rambaði ég á rétta undirsíðu hjá Vodafone úti og sótti pakkann.
Þar virkaði allt fínt nema þegar kom að því að setja upp 3G punginn, þá fail’ar Windows 7 á Huawei Modem partinum, allt annað flýgur inn.
Eftir mikla leit á Google fann ég eina litla síðu sem hafði lausnina á þessu vandamáli, ég er nú ekki það sleipur í þetta tæknilegu dóti í tengslum við Windows 7, en af því sem ég næ þá held ég að vandamálið liggji í því að forritið og driverinn eru skrifaðir fyrir 32bit kerfi en ég er sjálfur að keyra 64bit. Installerinn fyrir Vodafone Mobile Connect setur allt rétt upp í raun en það varð að breyta/bæta við neðanverðri breytu til að Win7 næði að hlaða inn driverinn fyrir módem partinn af 3G pungnum.
Í réttri röð er þetta það sem þarf að gera til að fá allt í gang:
- Fara í Start og ræsa í valmyndinni/leitarreitnum: “regedit“
- Finna þar: HKEY_LOCAL_MACHINE\ SYSTEM\ CurrentControlSet\ Control\ Class\ {4D36E96D-E325-11CE-BFC1-08002BE10318}
- Finna breytuna “Installer32“, ef hún er til þarf að tryggja að gildi hennar sé: “mdminst.dll,ClassInstall32“, ef að breytan er ekki til þá þarf að stofna hana og setja gildin inn í hana.
- Vista og loka “regedit“, opna “Device Manager” og finna þar módemið, það ætti að vera undir Other Devices eða álíka, birtist á þeim stað sem “vandamálatæki” eru listuð. Þar þarf að uninstall’a því device’i og skanna svo eftir breytingum og leyfa vélinni að setja það sjálfkrafa upp.
Þegar þetta er allt gengið í gegn þá flaug allt inn hjá mér og ég gat strax byrjað að nota punginn. Ég vona að einhver geti nýtt sér þessar upplýsingar og ekki væri verra ef Vodafone sjálfir vissu af þessu ;) hóst