Time machine dútl


Eins og margir vita er ég notandi MacOS X í dag. Einn af öflugustu viðbótunum í kerfinu í dag (10.5 Leopard) er Time Machine, en til þess að nota það þarftu að vera með viðbótadisk tengdan inn í tölvunni, í gegnum USB eða firewire, eða vera með Time Capsule frá Apple.

Þar sem það er nú einu sinni kreppa núna og ódýrari Time Capsule græjan kostar ódýrast ca 35.000 kr (hjá Elko) og að ég eigi ekki flakkara sem virkar 100% með Apple tölvum, nema jú AivX’inn minn, en hann vil ég nú nota við sjónvarpið en ekki við tölvuna.

Hvað er þá til ráða? Well.. ég ákvað að skella mér í smá lestrarferli, skoðaði google, maclantic og fleirri síður. Komst fljótlega að því iSCSI er leiðin sem flestir hafa farið til að setja upp sinn eigin remote disk til að nota með Time Machine.

Þannig að ég ákvað að prófa það og hér meðfylgjandi er hvað ég gerði. Til að útskýra aðeins þá er ég semsagt með skráarþjón (nefndur FS (FileServer) hér eftir) sem er að keyra Debian “testing” (einnig þekkt sem Lenny). Til þess að nota iscsi á Debian þarftu að vera að keyra Lenny eða Sid (”unstable”).

Til að byrja með þá þurfti ég að sjálfsögðu að velja disk til að nota, ég ákvað að nota 320G WD PATA disk sem ég var með í flakkarahýsingu sem virkaði ekki sem skyldi með hvorki iMac né MacBook vélunum mínum, tengdi þann disk sem hdb (slave á primary IDE rás) svo uppfærði ég apt tréð með:

apt-get update

Ég varð að uppfæra hjá mér kjarnann því ég var bara með default kjarnann sem installast með Lenny Beta2 disknum (nánar tiltekið netinstall disknum) og því keyrði ég eftirfarandi skipanir.

apt-get install linux-image-2.6.26-1-686 linux-headers-2.6.26-1-686
reboot

Næsta mál á dagsskrá var að setja inn iscsi pakkana. Það var gert með:

apt-get install iscsitarget iscsitarget-source
m-a prepare
m-a update
m-a a-i iscsitarget

Næst kom að því að edit’a config’inn fyrir iscsi.

cd /etc
mv ietd.conf ietd.conf.bak
nano -w /etc/ietd.conf

Í uppraunalega config skjalinu (ietd.conf.bak núna) er farið vel yfir hvað er í boði og hvað ekki, ég ákvað að byrja bara með tómt skjal til að eiga pottþétt default configinn ef í hart færi (alltaf gott að gera slíkt gott fólk!). Config’inn minn stillti ég svo með:

Target iqn.2008-10.vodafone.chaos:time.machine
IncomingUser arb mittlykilorð
OutgoingUser arb mittlykilorð
Lun 0 Path=/dev/hdb,Type=fileio

Meira þurfti ekki í config’inn, svo ég stökk strax í næsta skref. En til að útskýra smá varðandi þennan config þá er fyrsta línan (Target línan) sett svona upp: Target iqn.ÁÁÁÁ-MM.domain.reverse:titill.exports. Einhverra hluta vegna þarf að taka fram ár og mánuð í þessari línu, ég hef ekki hugmynd af hverju, en ég kaus að setja núverandi mánuð og ár (2008-10). Næsta er reverse domain nafn. Til að sjá það á Debian gefurðu upp:

hostname --fqdn

Hjá mér kemur: chaos.vodafone, en config’inn fyrir iscsi exportið (ietd.conf) þá þarf þetta að vera í öfugri röð, í stað chaos.vodafone á það því að vera vodafone.chaos. Síðast í þessari fyrstu línu er svo nafn iscsi disksins sem þú vilt deila, þetta er bara nafn sem þú býrð til, eina sem ég get mælt með er að nota einungis lágstafi úr enska stafrófinu auk punkta í stað bils. Mitt heitir td. time.machine.

IncomingUser og OutgoingUser er svo mjög einfalt að setja upp, þarna seturðu username og password, bæði í cleartext formi (ekkert encode’að eða neitt) af þeim notanda sem má tengjast þessu drifi.

Síðasta línan er svo í raun bara að benda á hvaða device node ég ætla að nota, þar sem ég þarf að format’a drifið úr iMac/MacBook þá kaus ég að nota device’ið sjálft (/dev/hdb) í stað einhvers eins partitions. Ég kynnti mér ekkert hvort það er hægt eða ekki, en þetta er leiðin sem ég vildi sjá hvort eðer þannig að ég sleppti því að lesa meira um hvað var hægt að “export’a” og hvað ekki.

Til að virkja nýja config fælinn og slíkt þá keyrði ég þessa skipun:

invoke-rc.d iscsitarget restart

Þá var server’inn tilbúinn. Næst var það að setja upp hugbúnað á iMac vélinni til að tengjast drifinu. Ég kaus að nota globalSAN iSCSI Initiator fyrir MacOS X. Þegar þú installar því þarftu að reboot’a vélinni hjá þér. Þegar reboot’ið var búið fór ég að skoða hvernig þetta virkaði, installið setti upp support fyrir MacOS X til að tengjast iSCSI drifum yfir network auk preferences panels (í System Preferences). Fyrsta sem ég varð að gera var að opna System Preferences og smella á “globalSAN iSCSI” valmöguleikan, því næst smellti ég á “Portals” tab’ann og addaði servernum mínum þar í með að smella á plúsinn neðst niðri vinstra megin og slá inn IP töluna á þjóninum hjá mér. Eina sem var eftir var að smella á “Targets” tab’ann og haka við bæði “Persistent” og “Connected” til að fá diskinn inn og halda honum inni.

Eina sem eftir var til að gera var að format’a diskinn með Disk Utility sem “Mac OS Extended (Journaled)” og stilla Time Machine til að nota þennan disk til að taka afrit á! Ég á að vísu eftir að prófa að restarta iMac vélinni hjá mér til að sjá hvort að diskurinn tengist sjálfkrafa inn á kerfið eða ekki, en ég ætla að leyfa Time Machine að taka af vélinni áður en ég prófa það =)

Ég ætla að vona að þetta komi einhverjum að góðum notum eða bara að þetta skemmti fólki við að lesa yfir ;D