Smá nörd


Hefurðu lent í því að horfa á síðu og sjá eitthvað sem er svoooo pirrandi að það hálfa væri nóg? Eða þá að þig langi hreinlega að láta part af síðu hverfa ? Guess what.. You CAN!

Eina sem þarf er að þú dragir þetta á stikuna í vafranum hjá þér:

Printliminator

Svo þegar þú vilt nota þetta á einhverri síðu, smellirðu á hlekkinn og þá sérðu rauða ramma undir músini fyrir þau svæði sem hægt er að fela á síðunni sem þú ert að skoða. Þetta er ómissandi á mörgum síðum þar sem ekki er boðið upp á hreina prentútgáfu, td. uppskriftir eða textabitar sem þig vantar að prenta út.

Heiðurinn að þessum kóða fær að sjálfsögðu Chris Coyier á CSS-Tricks.com, en ég nappaði þessu þar hjá honum og vildi dreifa áfram.