Smá nörd
Ég á Sans Fuze 4GB mp3 spilara sem ég eignaðist í sumar þegar gamli góði Samsung spilarinn fór óvart í þvott með vinnufötunum mínum. En allavega, ég varð mjög ánægður með að eignast þennan þar sem hann dekkar vídeó, er með innbyggt útvarp, styður podcast og audiobooks.
Ég varð fyrst fyrir vonbrigðum með hann núna um daginn þegar ég uppfærði Firmware’ið í honum og tók eftir að það var búið að kippa út valmöguleikanum að stilla volume’ið annað hvort á normal eða loud skalann. Loud var horfið og átti ekkert að koma aftur sökum þess að þetta var framkvæmt til að fylgja einhverri reglugerð innan Evrópu. Þetta finnst mér skítt þar sem að normal skalinn í botni er varla hálfur Loud skalinn.. og ef svo vill til að maður sé að vinna við jarðvinnutæki eða álíka, eins og ég gerði sl. sumar, þá myndi ekki NEITT heyrast í spilaranum vegna láta í kring.
Mér til mikillar ánægju komst ég að því eftir eina leit á Google að það væri ekkert mál að færa sig til baka um firmware á þessum spilara. Og til þess þurfti ekkert vesen, bara að setja eldra firmware inn á sama máta og nýrra firmware er sett inn á hann.. Uppfærslukerfið í Fuze spilaranum er algerlega yndislegt varðandi það. Lítur á bæði upp og niðurfærslur eins. Þannig að nú er ég kominn með þetta eldra firmware inn aftur og get hækkað svo hátt aftur að ég gæti ef ég vildi tjónað í mér eyrun, ekki að ég geri það þó.
Fyrir áhugsama eigendur Sansa Fuze sem vilja fá þennan valmöguleika aftur eru hér smá leiðbeiningar:
- Tengja spilarann við tölvuna og opna rótina á spilaranum
- Ná í þetta zip skjal og afpakka því á tölvunni þinni þannig að þú sért komin með “fuzea.bin” skjal.
- Afrita/færa “fuzea.bin” í rótina á spilaranum.
- Aftengja spilarann og leyfðu honum að upp/niðurfæra sig.
- Kveikja á spilaranum eftir að hann hefur slökkt á sér í lok upp/niðurfærslu.
There you go ! Vona að þetta gagnist einhverjum öðrum.